Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 126
124
Hlln
stofnun fyrir konur. — Skólinn er í hðndum ágætra
kvenna, sem láta sjer mjög ant um framgang hans.
SkólaneFndina skipa nú 2 konur, auk þriggja karlmanna,
og er það eitt af táknum nýja tímans.
Kennurum og skólanefnd er það fyllilega ljóst, að
skólatíminn, 6 — 7 mán., er mikils til of stuttur tími til
þess að festa í minni og ná leikni í svo mörgum verklegum
námsgreinum. Pað er því í ráði að leggja fyrir sýslufund í
vetur tillögu um að lengja skólatímann, hvort sem hall-
ast verður að því að gera skólann að tveggja ára skóla,
eða hafa skólatímann árlega —10 mánuði. Pá mun
og verða tekin ákvörðun um að færa aldurstakmark nem-
enda upp í 18 ár.
Á s. I. vori var haldinn kvennafundur í skólanum fyrir
nærliggjandi hreppa. Par voru hjeraðskonur eggjaðar á
að kynna sjer skólann, hlynna að honum og standa í
samstarfi með honum. Sýndu fundarkonur það þegar í
verki, að þær Ijetu sjer þetta að kenningu verða: buðu
fram 25 dagsverk við skólann og lóð hans. Var því tek-
ið með fögnuði.
Á fundinum var samþykt að biðja kennara og skóla
nefnd að láta halda 6 daga námsskeið (fyrirlestra og
sýniskenslu) fyrir 6 konur úr hjeraðinu á hverjum vetri.
Og í öðru lagi að 12 stúlkubörn fengju að njóta hús-
stjórnarkenslu hjá kennurum skólans hálfsmánaðartíma,
haust eða vor.
Ennfremur var samþykt, að hjeraðskonur hefðu árlega
fund með sjer á Blönduósi á vorin um það leyti, sem
skólinn hefði handavinnusýningu og matreiðslupróf.
Sjóði á skólinn tvo: Kvenmentunarsjóð og sjúkrasjóð.
Vg 1924 voru í kvenmentunarsjóði kr. 3180.50, í sjúkra-
sjóði á sama tíma kr. 606.87.
Bókasafn skólans er lítið og fátæklegt. Til þess er ár-
lega varið 100.00.
Pessi stofnun stendur á gömlum merg. Pað er von vor,