Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 22
20
Mn
að bæta ritháttinn og vísa á bug ritgerðum, þar sem
viðhaft er slíkt ósæmilegt orðbragð.
Verði eigi ráðin bót á þessu viðsjárverða athæfi blaða-
mannanna, vilja fundarkonur beita sjer fyrir því, að fá
menn til að hætta að kaupa þau blöð, er silkan rithátt
temja sjen
Ákveðið var að allar fundarkonur hefðu atkvæðisrjett
um þessa tillögu, og var hún samþykt í einu hljóði, og
voru þá á fundi um 200 konur.
Ennfremur var borin fram svohljóðandi tillaga frá Sess-
elju Konráðsd. og Ingv. Sigmundsd.:
2. landsfundur kvenna felur fræðslumálanefndinni, að
beita sjer fyrir því, að konum sje ekki bægt frá kenslu
eða öðrum opinberum störfum fyrir þá sök eina, að þær
sjeu húsfreyjur eða mæður.
Var tillagan samþykt í einu hljóði.
Pá var orðið svo áliðið dags, að umræðum varð að
lúka og fleiri dagskrármál komust ekki að, og var því
fundi slitið kl. 7 síðdegis.
Brlei Bjarnhjeðinsdóttir,
fundarstjóri.
Fimtudaginn 10. júní var fundur aftur settur kl. 1 e. h.
í húsinu Skjaldborg. Var fundarstjóri valinn Aðalbjörg
Sigurðardóttir. Fundargerð síðasta dags lesin og samþykt
í einu hljóði.
Fyrsta mál á dagskránni var Kvennaheimilið í Reykja-
vík. Steinunn Hj. Bjarnason hóf umræðurnar og rakti
gang málsins frá byrjun. Til máls tóku auk formælanda:
Elísab. Quðm., Kristbj. Jónatansd., Margrjet Jósefsd.,
Ouðbj. Kolbeinsd., Ingibj. Benediktsd., Ouðrún Ólafsd.,
Sigurl. Björnsd., Sigurl. Sigtryggsd., Sigr. Rorsteinsd.,
Rebekka Jónsd., Ásta Sighvatsd., Guðr. Torfad., Björg
Eiríksd., Jónína Jónsd., Kristbj. Marteinsd., Sigurl. Knud-
sen, Hansína Benediktsd., Sigurb. Jónsd., Bríet Bjarn-