Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 43
Hlin
41
sem starfi í skipulagsbundinni Fjelagsvinnu, án þess þó
að hvert fjelag glati á nokkurn hátt sjálfstæði sínu?
Markmið fjelaganna og starfsaðferðir eru oftast líkar: Ein-
hver góðgerðastarfsemi, sem fjelögin kosta og annast.
Og til að fá nægilegt fje til þessa, er eina leiðin sem
þau fara, samskot eða skemtanir, sem fjelögin standa
fyrir og sem gefa þeim fje í aðra hönd.
En með þessum fjelagsskap óg aðferðum, sem jeg þó
sist vil lasta í sjálfu sjer, er það þó athugandi, að þrátt
fyrir öll þau rjettindi, sem við íslensku konurnar höfum
fengið, þá iítur svo út, sem við ekki höfum komið auga
á aðalkjarna þeirra: að nota rjettindin. Margt af því, sem
konur eru nú að slíta sjer út á að reyna að laga með
ýmislegri fjársöfnun, ættu þær að laga með sínum póli-
tíska og sveitarstjórnarlega kosningarrjetti og kjörgengi.
Karlmennirnir hafa haft þessi rjettindi lengur en við,
enda kunna þeir líka betur að nota þau. Peir eru ekki
að slíta sjer út á fjársöfnunum til helstu framfarafyrir-
tækjanna, þeir vita að það eru alþjóðarmál og að þetta á
að greiðast af alþjóðarfje. Þeir setja því þingmönnum
sínum fyrir að vinna í þinginu að framkvæmd þeirra
mála. Pað eru þeirra kosningarskilyrði.
Jeg býst við, að í mörgum hreppum hjer á landi sje
eitthvert kvenfjelag. Hlutverk þeirra geta verið ýmisleg.
En öll ættu þau að hafa eitt sameiginlegt hlutverk: Að
vera einskonar vökumenn islensku kvennanna, eins og
þingmenn voru svo heppilega kallaðir vökumenn þjóðar-
innar i alþingisræðu síra Bjarna Jónssonar í vetur. Ping-
mennirnir okkar hafa hingað til ekki vakað vel yfir á-
hugamálum kvenna. — Kvenfjelögin mega ekki ein-
ungis hafa augu og hjörtu opin fyrir bágindum og
sorgum, en þau verða líka að vaka yfir andlegum þroska
og framförum kvenna og heimilanna. Þau verða að gera
sitt til að vekja konur til að skilja rjettindi sin og borg-