Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 66
64
Hltn
notuðu þessa uppsprettu bætiefna, og væri þá gaman að
athuga hvernig berin hafa verið hagnýtt og hvernig megi
hagnýta þau.
Pegar jeg var barn (um 1880), var siður í Dalasýslu,
að berjum var safnað í tunnur og þau geymd til vetrar
í súrmjólk og þótti það herramannsmatur. F*á voru berin
einnig undin í Ijerefti og Iögurinn hafður í súpur og
grauta eða geymdur á flöskum. Voru nókkrir dropar af
ediki iátnir í súpuskálina til að breyta litnum og til þess
að hann festist ekki á vörum og tönnum. Mest voru
þetta krækiber sem svona voru notuð. Bláber voru soð-
in með sykri og höfð innan í pönnukökur. Bláberjamauk
var oft geymt allan veturinn í smákrukkum, sem skæni
(líknabelgur) var bundið yfir. Hrútaber voru velgd, undin
í Ijerefti og soðið hlaup úr leginum og sykri ('/4 I. lög-
ur, V2 kg. hvítasykur), þetta hlaup verður dökkrautt og
eins gott eins og útlent berjahlaup. Var hrútaberjahlaup
oftast haft ofan á smáar smjördeigs-kökur (bútturdeig),
sem þá voru bakaðar í flatbotnuðum járnpötti með járn-
loki, og var eldur lagður bæði undir pottinn og ofan á
lokið (Tertupanna).
Seinna þekti jeg, austur í Múlasýslum, að rabarbara-
og berjasaft var soðin saman, þarf þá ekkert edik. Er
saftin látin í flöskur með góðum töppum og skæni eða
roð bundið yfir. Flöskurnar lagðar á hliðina í kassa Og
geymdar á svölum stað, þar sem ekki frýs. Líka má sjóða
sykur saman við saftina, en þá þykir meiri vandhæfni á
að geyma hana. Pessi saft er eins góð og útlend saft,
og vissi jeg til, að sumar verslunarmannakonur i kauptúnum
þar eystra notuðu ekki aðra saft en þá, er þær suðu sjálfar úr
berjum og rabarbara. Þar eystra er líka búið til vín úr rab-
arbara og berjum eða tómum hrútaberjum, og tekst sum-
um það vel. í fyrrasumar var hjer í Reykjavík búin til
saft úr krækiberjalegi, 1 I. berjalögur >/a kg. sykur og 5
gr. sítronsýra (hún fæst í lyfjabúðum). Er sú saft mjög