Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 89
Hlln
87
Hún venur þau á að nota stundirnar (þeim er ætluð
nokkur heimavinna til hvers tíma). Handavinnukenslan ven-
ur börnin á hreinlæti, reglusemi og snyrtilega umgengni.
Enginn getur neitað, að þessi áhrif getur góð handa-
vinnukensla haft á börnin. — Meðan hugurinn er næm-
astur fyrir áhrifum, þarf að móta hann.
Heimilin eru ekki einfær um þetta, skólarnir þurfa að
styðja þau í starfi þarna sem annarsstaðar.
Öll skólabörn þarfnast handavinnukenslu, en engin
jafnmikið og þau sem óhneigð eru fyrir bóklegt nám,
eða eiga örðugt með það. F*eim er handavinnan sárabót.
F*au unna henni mest, og þeim gengur hún oft best.
Hvað á að kenna?
Stúlkubörnin þurfa að venjast á að þjóna sjer sem
kallað er: Sauma og prjóna utan á sig og gera við fötin
sín. Hannyrðir eiga ekki heima á þessu stigi. F*að eina,
sem barnaskólum má ætla af því tæi, er að merkja það'
sem saumað er og hekla í það.
Drengirnir gera bursta og sópa og ýmislegt smálegt
til gagns og prýði á heimilunum. Gera sjer inniskó,
skólatöskur og vinnusvuntur. Gera gólfmottur af ýmsri
gerð, lagfæra það sem úr lagi fer í skólanum og þeir
geta við ráðið o. s. frv. Æskilegt væri að geta líka tekið
einfaldasta bókband.
Skólasýningar ætti að halda í lok hvers skólaárs, og
vanda til þeirra eftir föngum. Pað vekur bæði kennurum
og nemendum metnað, og er aðhald fyrir hlutaðeigendur,
að alt er sýnt.
í öllum bæjum og þorpum sem hafa 6 mán. kenslu
og þaðan af meiri þart að hafa ýastákveðið ætlunarverk
fyrir hverja deild, annars verður fræðslan fálm hjá mörg-
um, og missir algerlega marks.
Og því má ekki gleyma, að minna en 2 stundir má
aldrei ætla handavinnunni á viku, og þær stundir verða
að liggja saman.