Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 136
134
Hltn
Óvíða mun móðir jörð vera jafnríkulegum gjöfum
búin frá náltúrunnar hendi eins og á þessum eyjum.
Pjóðflokkar. Á Indlandseyjum eru margir þjóðflokkar,
þótt þeir sjeu útí frá oftast nefndir einu nafni Malajar, en
það er aðallega sá hlutinn sem býr við strendurnar og í
hafnarbæjunum. Á öllum stærri eyjunum eru fleiri og færri
þjóðflokkar, ólíkir að málfæri og siðum. Flestir þeirra
eru Múhameðstrúar, en sumar fjallaþjóðir eru enn al-
gerlega heiðnar. — Javanar (íbúar Java) eru þeirra mest
þektir, enda merkilegastir, þeir eiga eldgamla menningu
og marga fagra siði, þjóðlegar handiðnir karla og kvenna
o. s. frv. — Aðals- og konungaættir þeirra rekja sögu
sína aftur í forneskju. — Á Mið-Java eru stórar og fagrar
byggingar frá fornöld, t. d. Hindúa musteri eitt mikið úr
steini frá 8. öld með turnum svo hundruðum skiftir. —
Allir ferðamenn, hvaðan úr heimi sem koma, þurfa að
sjá musterið »Borabondour«, áður en þeir snúa baki við
Indíum.
Flestir eru hjerlendir þjóðflokkar að náttúrufari væru-
kærir og latir, sem að sjálfsögðu er eðlileg afleiðing
hitans, því öll áreynsluvinna er hjer afarerfið og verður
að skifta henni svo, að tiltölulega lítið komi á hvern.
Samt ætti fólkið með hægð að geta gert ögn meira en
það gerir, því loftslagið og jarðvegurinn er svo gott, að
tiltölulega lítil fyrirhöfn er að sá og uppskera hrísgrjónin
og maísinn tvisvar á ári, en Malajanum þykir það óþarfa
áreynsla, og er ánægður, ef hann hefir nóg að jeta og
getur svo setið á mottu sinni, sofið eða reykt tóbak
hinn hluta dagsins.
Óbreyttur Malaji gerir sig ánægðan með hrísgrjónalúku
tvisvar —þrisvar á dag með »tjabei« og þurkuðum salt-
fisksbita, sem hann fær í skiftum á markaðinum fyrir
sína vöru. — Markaðsdagarnir eru tyllidagar Malaja,
þangað flykkjast þeir í hundraðatali á viku hverri, bæði
tii að sýna og selja eigin vðrur: afurðir af landi sínu