Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 6
Öld eftir öld, því öðru fremur
Ertu lofuð að verðugleikum,
Valdstign á svip þú ber og brjósti,
Brostu nú! Láttu tárin þorna.
Döggin er líka’ að vökva, vekja
Vísir í frjórri gróðurmoldu,
Vísir, sem á að verða að blómi,
Vekjandi syfjuð, hálflukt augu.
Vísir, er síðar limþjett laufið
Laufgrænt teygir í himinblámann.
Eða er döggin gleðigrátur
Guðanna yfir helga staðinn?
Hvað hafa augun fegra faðmað?
Finn jeg þinn kraft í sál mjer brenna.
Hjerna var það sem Snorri sterki
Stóð fyrir löngu, faðir Braga.
Loftið er ennþá ljúfum tónum
Laugað í, gígjustrengir hljóma.
Aldrei deyja, þótt annað týnist,
Andans stórvirki sona þinna.
Öxará! Þinn er æðasláttur
Orðinn mjer kær, jeg fer að hlusta,
Fossinn hann kveður ei sem áður,
Orðið er samstilt hjarta mínu
Undirspilið. Jeg elska, tigna,
Eldinn, sem leynist bak við friðinn,
Pað er svo undur Ijúft að lauga
Ljóselska sál í tónum þínum.