Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 34
82
HUn
Nú munu enn aðrir segja: »Söngurinn göfgar mann-
inn mest«, og við þekkjum allar vísu, sem byrjar
svona: »Söngurinn göfgar, hann lyftir í ijóma, lýð-
anna kvíðandi þraut«,. o. s. frv., og því má einnig
finna stað. Söngelskandi sál hefur oftast göfugar
hugsanir og söngurinn hefur mann yfir heimsáhyggj-
urnar. En hljómlistin og sönglistin eru einnig vinna,
því við þær hefur fjöldi manna atvinnu. Svo ailt ber
að sama brunni, og svarið verður frá mínu sjónar-
miði þetta:
Sturfsenii, ásnmt góð-wm fjelagsskap, göfgnr mann-
inn me.st.
Cr. Þ.
Skólasýningin í Reykjavík 1934.
Nokkrir drættir úr skýrslu nefndar þeirrar er fræóslumála-
stjórnin skipaói til aö athuga sýninguna og gera tillögur um
á hvern hátt megi notfæra sjer hana sem best. — Birtir með
leyfi formanns nefndarinnar, skólastjóra Aðalsteins Eiríks-
sonar.*
I þessari fyrstu almennu skólasýningu, sem haldin
hefur verið hjer á landi, tóku þátt 40 skóiar með nem-
endum á öllu reki, frá 5 ára aldri fram yfir tvítugs
aldur. Meginþorri sýningarmunanna var handavinna
stúlkna, smíði drengja og teikningar. Samkvæmt
fræðsluiögum vorum er þó engin þessara námsgreina
skyidugrein í íslenskum barnaskólum.
Að dómi nefndarinnar ber sýningin íslenskum kenn-
urum hið besta vitni og má telja mjög virðingarvert,
*) Jeg hafði, þvi miður, ekki tækifæri til að sjá sýninguna,
var erlendis um það leyti, sem hún var haldin.
Ritstj.