Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 100
98
Hlín
Hýsing sveitabýla.
Eftir Þóri fíaldvinsson, ráðunaut í húsagerð.
Sveitir á islandi hafa tekið miklum stakkaskiptum á
síðustu árum. Búnaðarhættirnir hafa breyst og með
þeim lífskröfur manna og hugsunarháttur að nokkru.
Torfbæirnir gömlu týna tölunni hver af öðrum og á
rústum þeirra rísa steinhúsin,. mikil og sterkleg. Plóg-
urinn og herfið breyta þýfðum móum í sljetta bala og
rafljósin skína nú, þar sem lýsislampinn var einvaldur
fyrir fáum áratugum. En snöggar breytingar verða æ-
tíð mörgum einstaklingnum kostnaðarsamar. Skilning
og þekkingu skortir, til þess að geta hagnýtt sjer nýj-
ungarnar, eins og unt væri, eða umbætt þær á rjettan
hátt, og þess vegna verða ýmsar misfellur á fram-
kvæmdum fyrst í stað.
Þessar misfellur eru ef til vill einna tíðastar í sam-
bandi við húsagerð,, og verður þeirra vart á ýmsan
hátt, t. d. í sniði húsanna, meðferð efnis og kröfum til
stærðar. Yfirleitt hættir mönnum til að láta hinar ó-
ljósu kröfur tískunnar ráða fyrir um gerð og stærð
húsanna, en athuga ekki, hvaða áhrif það hefur á
gjaldþolið, fyr en að loknu verki. Af þessum ástæðum
hefir oft orðið megnasta ósamræmi milli byrðar og
burðarþols bóndans. Þetta er að verða alt of algeng
regla, svo algeng, að á síöari árum viröast margir á-
líta hana næstum óhjákvæmiíega, ef byggja á nokkuð
á annað borð.
Spumingin er þá þessi: Er efnalitlum bónda mögu-
legt að hýsa jörð sína án þess að það verði honum
fjárhagslegt ofurefli? Varla er ástæða til að efast um
það, jafnvel þótt enn sé ekki fengin fullkomin lausn