Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 12
10
Hlín
Hólmavík. Talaði hún um, hve nauðsynlegt það væri,
að konur og stúlkur fengju leiðbeiningar um meðferð
sjúklinga í heimahúsum, t. d. að búa um sjúkrarúm,
binda um sár, leggja á bakstra, sótthreinsa og að venj-
ast dálítið við að umgangast sjúklinga. Ljet frummæl-
andi ennfremur þá ósk í ljós, að styrkir yrðu veittir
til þess að stúlkur fengju fræðslu í þessum efnum.
Frúin skýrði frá B mánaða námsskeiðum, sem haldin
eru við sjúkrahús í Noregi, þar sem hún fjekk hjúkr-
unarmentun sína — (Ullevold). Þar er stúlkum veítt 6
vikna kensla í hjúkrun, bóklegri og verklegri í tveim
deildum sjúkrahússins. Eitthvað svipað þyrftum við
að eiga kost á hjer á landi.
Tóku margar konur til máls og kom þaö skýrt fram
í umræðunum, að mikil þörf er tyrir hjálparstúlkur,
sem kunni nokkuð til hjúkrunar, sjerstaklega til sveita.
Svohljóðandi tillaga var borin fram af frummælanda
og samþykt:
»Aðalfundur S. N. K. á Hólmavík 1935 óskar ein-
dregið eftir, að Rauðakrossdeild íslands beiti sjer fyrir
að útvega lærða hjúkrunarkonu, er ferðist um sam-
bandssvæðið, haldi fyrirlestra, leiðbeini í hjúkrun og
hafi sýningar. Vill fundurinn áminna fjelagsdeíldimar
um að sækja um slík námsskeið til Rauða krossíns.
U'iypeldismál.
Framsögu hafði Sólveig Pjetursdóttir, Völlum,
Svarfaðardal. Talaði hún aðallega um heimavistar-
barnaskólana og mælti eindregið á móti því, að bömin
væru send í þá innan 10 ára aldurs. — Nokkrar fleiri
konur töluðu og voru skiptar skoðanir um málið.
Ingibjörg Eiríksdóttir tók það skýrt fram, að ef
svcitaheimilin ættu að bera alla ábyrgð á fræðslu
barna til 10 ára aldurs yrðu þau jafnframt að skuld-