Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 68
66
HUn
Bergsveinssonar að Brjánslæk og Ragnheiður Einars-
dóttir frá Heydalsá, alsystir Ásgeirs alþingismanns
Einarssonar á Þingeyi*um í Húnavatnssýslu. Dvaldi
Guðlaug með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs,
að hún fór í fóstur til móðurbróður síns, Ásgeirs al-
þingismanns, sem þá bjó á Kollafjarðarnesi í Stranda-
sýslu og konu hans, Guðlaugar Jónsdóttur frá Melum
í Hrútafirði. Hjá þessum heiðurshjónum ólst Guðlaug
upp og dvaldi með þeim á Kollafjarðarnesi, Ásbjara-
amesi og Þingeyrum, og giftist frá þeim 22 ára giim-
ul Torfa Bjamasyni, sem síðar varð skólastjóri í
ólafsdal.
Guðlaug Zakaríasdóttir ber það með sjer, að hún
er af góðum stofnum komin og að hún hefur hlotið
gott uppeldi. Fjekk hún og góða mentun eftir því, sem
á þeim tíma var kostur á.
Næsta vor eftir að brúðkaupið fór fram, reistu þau
Guðlaug og Torfi bú á Varmalæk í Borgarfirði syðra og
bjuggu þar til þess að þau fluttu að ólafsdal í Dala-
sýslu vorið 18701, hvar hún hefur nú búið í 65 ár, þar
af 20 ár ekkja. -— Ekki höfðu þessi atorkuhjón búið
nema 10 ár í ólafsdal, er Torfi stofnaði þar búnaðar-
skóla fyrir pilta, og um líkt leyti mun það liafa verið,
að Guðlaug fór að taka ungar, áhugasamar stúlkur til
náms.
Búnaðarskólinn í ólafsdal starfaði tæp 30 ár og
um 20 ára skeið þess tíma hjelt Guðlaug þar uppi
kenslu fyrir ungar stúlkur.
Frá ólaísdal útskí’ifuðust margir piltar, sem urðu
dugnaðar- og þjóðnytjamenn, og meðal þeirra stúlkna,
sem nutu fræðslu hjá Guðlaugu, má telja margar
ágætar húsfreyjur á Vestur- og Norðurlandi.
Þau ólafsdalshjónin eignuðust 12 góð og mannvæn-
leg börn, er náðu fullorðins aldri, en af þeim eru nú
aðeins þrjú á lífi: Ragnheiður í Arnarholti í Borgaiv