Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 20
18
ffltn
kosið í fyrstu stjórn íjelagsins þessar konur: Jako-
bína Jakobsdóttir formaður (og það hefur hón
verið óslitið síðan), Sólveig Magnúsdóttir, ritari og
Þórdís Benediktsdóttir gjaldkeri.
Þegar fjelagið var 5 ára, eða 18. sept. 1931, brann
gerðabók fjelagsins,. sem geymd var í kaupfjelagshús-
inu hjá þáverandi ritara, önnu Guðmundsdóttur. —
Vegna þess að bókin glataðist, er engin skýrsla til um
störf fjelagsins þessi 5 ár, nema ónákvæmt yfirlit
eftir minni, og fer það hjer á eítir:
Peningagjafir til fátækra hafa numið um 600 krón-
um þessi 5 ár. — Fátækri fjölskyldu gaf fjelagið
snemmbæra kú. — Dálitlu fje varði fjelagið árlega til
þess að kaupa fyrir jólagjafir fyrir fátæklinga, auk
þess Ijetu fjelagskonur fatnað og fleira frá sjer, sem
variö var í sama skyni. — Þá gekst fjelagið fyrir
kaupum á orgeli til þess að hafa í samkomu- og skóla-
húsi hreppsins, og var tilgangur sá að styðja með því
að söngkenslu fyrir skólabörnin. Lagði fjelagið frarn
450 krónur til þessara orgelkaupa. — Matreiðslunáms-
skeið var haldið hjer á Hólmavík að tilhlutun fjelags-
ins. Námsskeiðið stóð yfir einn mánuð og þótti gera
ágætt gagn, þó tíminn væri ekki lengri. — Borgaði
fjelagið kenslu og húsnæði, sem kostaði um 250 krón-
ur. — Kennari var Aðalbjörg Haraldsdóttir frá Hin-
ai'sstöðum. — Jólatrje hjelt fjelagið fyrir alla á staðn-
um 1 eða 2 skifti. — Ofurlítið kendu fjelagskonur
telpum handavinnu um tíma í tvo vetur. — Húslestr-
um hjelt fjelagið uppi hjer á Hólmavík á sunnudög-
um og hátíðum að vetrinum. — Þá fjekk íjelagið ól-
af ólafsson, trúboða, til að koma hingað, hjelt hann
fyrirlestra og sýndi skuggamyndir, kostaði fjelagið
ferð hans hingað og veru hans hjer. Þá var saínað
innan fjelagsins 166 krónum til kristniboðsins í Klna,
sem ólafi var afhent. — Annað sinn var saínað inn-