Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 82
80
tílín
in, sem lífgar þetta við og bætir það, sem aflaga hefur
farið nú á seinni árum. íslensku mæðrunum treysti
jeg til alls hins besta eins og blessaðri móður minni,
að þær, mæðurnar, fari að byrja aftur á heimakensl-
unni, byrji á því að sá fyrstu frækornunum í hjörtu
allra barna sinna, það breiðir blessun og farsæld yfir
framtíð þeirra á lífsleiðinni.
Faðir minn lærði söðlasmíði hjá Grími Jónssyni frá
öxará, sem var frá Vík í Lóni, en fluttist að Beru-
firði til síra Hóseasar og var þar í 2 ár, þar til prest-
ur dó, og hafði faðir minn því góðan tíma til náms
og ágætan kennara. Stundaði hann mikið söðlasmíði
allan búskap sinn í Jórvík, bjó til hnakka, söðla, dýn-
ur, töskur og allskonar leðurverk. Hann var framúr-
skarandi góðvirkur og vandaður, alt svo fínlegt og
og snyrtiíegt, sem hann snerti á, Þá var nú ekki að
tala um samviskusemina í sölunni. Hann átti litla
lóðavog og kvinta, sem hann fjekk úr búi fóstru sinn-
ar, á hana vigtaði hann leður, garn og hringjur, alt
sjer, til þess að selja það ekki meira en sanngjarnt
var. Þvílíkur munur á hugsunarlífi þá og nú, en svo
hefði hans hugsunarháttur aldrei breyst, þó hann
hefði lifað fram á þessa tískutíma, það hefði verið
sama göfuga, rjettláta og mannúðarfulla tilfinningin
í hans góða hjarta. Hann hafði mikið meira að gera
en hann komst yfir, tók hann því oft pilta, sem lærðu
hjá honum og hjálpuðu honum svo, ef honum lá á
síðar. Helst var það seinni part vetrar eða fyrir vorið,
sem farið var að gera að reiðtýgjum og búa sig undir
að kóma blessuðum hestunum á bak og spretta úr
spori. Var því oft fjörugt líf og glatt á hjalla, þar sem
svo margt fólk var á heimilinu og fleira bættist viö
að auka gleðina. Man jeg líka eftir mörgu vorkvöldinu
fögru og björtu, er við börnin og fólkið, sem vildi,
fór út á túnbala og fór í allskonar leiki, eftir unnið