Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 79
Hlín
11
lega góða rokka, því faðir minn pantaði þá hjá vini
sínum í Kaupmannahöfn. En til að sýna kappið og
skapgerðina við tóskapinn vil jeg geta þess, að hún
ljet um það leyti okkur bömin snúa rokknum, en lipp-
aði fyrir sjálf, munaði drjúgum um það, sem hún
spann með þessu móti. Síðar frískaðist hún svo, að
hún gat náð sjer nokkuð með flýti og úthald við spun-
ann, var samt aldrei vel sterk í fótum. — Hún vann
vanalega þetta um 300 ál. yfir veturinn af öllum soi*t-
um af dúkum, einlitum, mislitum og skrautlituðum,
frá insta nærfati til þess ysta, á karla og konur, það
þurfti mikið að vinna og tæta upp á 17—18 manns,
þar sem öllu vinnufólki voru gefin skylduföt, fyrir
utan kaup sitt, eins og siður var á Austurlandi. Piltar
fengu 4 skylduföt, en stúlkur 3, og svo öll plögg, sem
það þurfti með. Það var mikið, sem móðir mín vann
og spann, prjónaði, sneið og saumaði upp á alt heimil-
isfólkið. Það var ekki lítið, sem hvíldi á herðum kon-
unnar að hugsa um og sjá öllum þessum mannfjölda
fyrir fæði, fötum, skóm og hverri skóbót, sem öllum
að sjálfsögðu var lagt til, fyrir utan alla gesti og
gangandi, sem að garði báru, og alt það sem móðir
mín gaf í burtu af vaðmálum, fötum og prjónlesi þeim,
sem fátækir voru og höfðu minna og lítið. Jeg er oft
undrandi yfir því nú, hve miklu móðir mín gat komið
í verk og afkastað, því þó aldrei nema hún hefði
vinnukonur, voru það oft unglingar, sem ekki voru
miklu vanir, hvíldi því einnig öll forstaða vmnunnar á
henni.
Hún vandi okkur dætur sínar snemma á að prjóna,
saurna, bæta og spinna. Sagði hún æfinlega, að eng-
inn yrði ágætur af engu, og um leið hvatti hún okkur
til að vera vandvirkar, því verkið lofar meistarann.
Þetta voru hennar heilræði ásamt mörgum fleirum
til okkar barnanna og felst mikill sannleikur og lífs-