Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 72
70
HUn
þar sem hún megi alsæl una í sambúð við algóðan Guð
sinn og föður og alla horfna ástvini sína.
Þakka fyrir kynninguna góðu.
Eeykjavík í des. 1934.
B. F. Magnússon,
Móðurminning.
Vel gerir þú, »Hlín«, að örfa okkur íslands sonu og
dætur til að halda uppi minningu og virðingu bless-
aðra mæðranna okkar, hvort sem þær eru enn hjá
okkur eða hafa fjarlægst okkur um stundarsakir. Ætti
öllum bömum að vera það einkar hugljúft, það er svo
mörg dýrmæt endurminningin frá þeim sælutimum,
sem við synir og dætur vorum undir handleiðslu og
eftirliti foreldranna, og því unaðsríkt að rifja upp
fyrir sjer og rita um liðin ungdómsár þegar alt; ljek
í lyndi, lífið brosti við manni, áhyggjur og erfiðleikar
þektust ekki, hugsanir og tilfinningar voru hreinar,
hlýjar og kærleiksríkar til alh*a manna, enginn kali
eða kvíði, alt sólfagurt og bjart framundan. Lífið
brosti við og leið áfram sem ljettur lax í straumi. —
Við þessar endurminningar dvelur hugur minn oft.
Fyllist þá hjarta mitt hrifningu og gleði, samfara
bljúgu og klökku þakklæti til Guös og góðra manna,
sem jeg naut samvistar og samveru með og sýndu
mjer ástríka og prúða framkomu að breyta eftir eins
og blessaðir foreldrar mínir, sem lögðu alla krafta
sína fram til að gera okkur Ixirnin sín að nýtum og