Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 36
língsáranna.* Var þar með dæmum og í lesmáli rakin
þróun handavinnu stúlkna, og byrjað á þræðmum og
eihföldustu áðferðum við fljettun á snúrum og bönd-
um. Þá bast- og tágavinna, cinföldustu aðferðir vefn-
aðar á grind eða í ramma,. hekl, prjón, handsaumur,
vjelsaumur, ýmiskonar vinnuaðferðir við aðgerðir, út-
saumur, línsaumur, kjóla- og kápusaumur. Auk þess
var þar leðurvinna. — Var þar og jafníramt sýnt,
hvernig teiknikensla og handavinnunám haldast í
hendur frá byrjun til loka.
Þegar handavinna stúlkna í íslenskum skólum er
metin í heild sinni,. verður Ijóst, að mjög skortir þar
á skipulag og samræmi í starfsháttum. Að því leyti
á þessi grein sammerkt við flesta þætti sýningarinn-
ar. Hinsvegar er vinnuvöndun í besta lagi og tækni
allmikil, það sem hún nær. —
(Jm verklegt nám stúlkna alment og einstök atriði
þess, vill nefndin taka þetta fram:
Frá sjónarmiði þjóðarhcildarinnar og einstakling-
anna er staðgóð þekking í verklegum greinum brýn
nauðsyn öllum þorra stúlkna.
Ríflegur hluti af fjármunum þjóðarinnar fer um
hendur kvenna til kaupa á lífsnauðsynjum: Matvæl-
um, fatnaði, vefnaðarvörum, búshlutum o. s. frv. Velt-
ur því á mjög' miklu í þjóðarbúskapnum,. að íslenskar
konur sjeu vanda sínum vaxnar og kunni með fje að
fara og kaupa af hagsýni. — Eigi er síður mikils um
vert, að þær kunni að skapa verðmæti úr því sem afl-
að er og viðhalda þeim verðmætum og varðveita. Ekk-
ert af þessu verður þó til hlýtar kent nema í verki. En
grundvöllinn verður að leggja á heimilunum og í
barnaskólunum, og ber við handavinnukenslu stúlkna
* Aðrir Gagnfræðaskólar tóku ekki þátt í handavinnusýning-
unni og ekki húsmæðra- nje hjeraðsskólarnir. Kitstj.