Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 97
sólu Skagafjörður« í sumardýrð og tignarlegri fegurð.
Stóravatnsskarð bar við himinin, breiddi sinn laðandi
faðm móti okkur og eggjaði okkur til að halda lengra
áfram, »upp yfir fjöllin háu«, en til þess var, því mið-
ur, enginn tími.
Ferðafólkið fór nú að athuga hvar best væi'i að hita
á katlinum. Völdum við til þess Silfrastaðarjettina hjá
Bólu. Gólfflötur rjettarinnar var þakinn þjettu ið-
grænu vallgresi, svo að lengi hefði mátt leita að fínni
flosdúk. Fóm nú sumir að byggja eldhús úr dyra-
grindum rjettarinnar, voru þær reistar upp og breidd-
ar yfir þær ábreiður, sem við höfðum með okkur í
bílunum, sumir sóttu vatn í ána Bólu, aðrir breiddu
hvíta dúka á grænu flosábreiðuna og röðuðu þar á
bollum og brauði. Höfðum við tvær gasvjelar til þess
að hita á kaffið og gekk það sæmilega, en rjett áður
en farið var að gæða sjer á kaffinu, ætluðu þrjár
stúlkurnar að sækja eitthvað í bílana, sem okkur van-
hagaði um, og- elti þær tarfur, sem hafði verið á beit
skamt frá, ljet hann allófriðlega og söng hátt, kom
hann alla leið inn í rjettina, og lá nærri að hann gerði
sjer hægt fyrir og hlypi yfir hvítu dúkana með öllu
góðgætinu, hefðu það orðið veisluspjöll í meira lagi,
en röskir piltar ljetu bola vita það, að þeir væru kóng-
ar í ríki rjettarinnar og ráku hann svo ötullega yfir
landamærin, að hann stökk yfir rjettai'vegginn til að
stytta sjer leið. Var nú farið að drekka kaffið og hleg-
ið dátt að heimsókn bola.
Eftir kaffidrykkjuna var svo farið af stað norður
Skagafjörð og þurfti nú að hafa hraðann á, því farið
var að líða að kvöldi. Annars hefði verið gaman að fara
heim að Bólu, þar sem skáldið Hjálmar Jónsson lifði
í mörg ár æfi sinnar. Fallegir smáfossar syngja í gil-
inu fyrir sunnan bæinn, en klettótt er gilið og tekur
að líkindum vel undir söng þeirra. Gengur fossunum