Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 59
Hlin
57
fór,. en jeg eyddi miklum hluta vetrar til smíðanna.
— Bœndur voru í'agir við að kaupa svo dýran hlut,
en kvenfjelögin aðeins í byrjun á þeim árum og lopa-
kembivjelar ekki til nema þær sem Magnús Þórarins-
son á Halldórsstöðum flutti til landsins 1880. Alt slíkt
hafði legið í dái síðan Skúli Magnússon dreif sínar
kembivjelar upp 1751, en kaupmenn eyðilögðu þær.
Jeg skoðaði mikið spunavjei Magnúsar, en hún var
200 þráða og gekk fyrir vatnsafli og 'allur útbúnað-
ur var margbrotinn, en jeg þóttist sjá, að emhvern-
veginn mætti breyta honum svo að þær kæmu alþýðu
manna á íslenskum heimilum að fuilum notum. Þetta
varð, jeg smiðaði þá fyrstu,. smíðaði sjálfur hvert
stykki til hennar, bæði trje og jám.
Árið 1900 hætti jeg búskap á Stóruvölium og flutti
til Akureyrar til þess að halda áfram vjeiasmíði.
Keypti jeg mjer spildu á norðanverðri brekkunni,
bygði mér þar hús og plægði blett, svo jeg hafði dá-
lítið túnstæði. Var þetta fyrsta hús á bx’ekkunni og
var kallað á Stói'uvöllum (í ráði er að nýja kirkjan
eigi að standa þar nálægt). — Litlu eftir að jeg var
fluttur í þetta hús, bygði síra Matthias Jochumsson
sjer hús rjett fyrir neðan mig og vorum við bestu
kunningjar æ síðan. — Á þeim 10 árum, sem jeg- bjó
á Akui'eyri, smíðaði jeg 5 vjelar, 15 og 20 þráða og
seldi þær á 125 kr., en fremur gekk salan tregiega,
bændur þóttust ekki geta keypt svo dýran hlut.
Þá hugsaði jeg mjer að fara fil Reykjavikur og sjá,
hvoi't þeir væru svo daufir þar. En áður en jeg komst
alla leið, veiktist jeg, varð máttlaus, tapaði málinu
og fjekk aðsvif, sem jeg hef haft til síðustu stundar.
Nú stóð ekki vel á spunamáiununxi Jeg gat ekki
unnið að vjelasmíði í Reykavík i fieiri ár, en þegar
jeg fór að hressast fór jeg aö reyna spunavelasmiði
að nýju, mest fyrir áeggjan Guðx’únar konu minnar.