Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 17
tiUn
15
ar, nema um mitt sumarið, og aukafundir, er þurfa
þykir. — Tekna er aflað með ýmsu móti: Hlutavelt-
um, bögglauppboðum,, skemtisamkomum, merkjasölu o.
fl. — Nýmæli er það hjá okkur, að konur gefa heima-
unna muni, sem eru seldir, og rennur andvirðið í fje-
lagssjóð. — Mestöilum tekjum kvenfjelagsins er nú
sem áður varið til styrktar bágstöddu fólki hjer í
hreppi. Nokkuð á fjelagið af nauðsynlegustu hjúkrun-
argögnum, svo sem fjaðradýnu,. sjúkrahringi, hita-
poka o. fl.,. sem það lánar, þegar þörf krefur. Fjelagið
hefur stundum sjeð fátækum heimilum fyrir hjálp-
arstúlku, þegar veikindi hafa borið að, og hefur sú
hjálp, ekki hvað síst, verið vel þegin. — Okkur hefur
lengi verið ljóst, hve brýn þörf er á, að innan sveita-
eða hreppsfjelaga sje kona, sem hægt væri að grípa
til, bæði við heimilishjúkrun og ekki síður til hjálpar
á fátækum barnaheimilum. Við höfum því ráðið til
okkar slíka hjálparstúlku, og tók hún til starfa nú í
haust.
Fjelagssjóður var um síðustu áramót kr. 901.80. I
vörslum kvenfjelagsins eru þar að auki sjóðir, sem á
sama tíma námu alls kr. 6954.36. Skal eg lauslega geta
um hvert takmark sjóðum þessum er ætlað. Sá fyrsti
og elsti er »Ástríðarminning«, með staðfestri skipu-
lagsskrá, stofnaður 1904, til styrktar og eflingar
sjúkrahúsi á Eyrarbakka. 2. »Tryggvi«, stofnaður
1911, honum skal varið til þess að styrkja fátæk, veikl-
uð börn hjer í hreppnum. 3. »Afmælissjóður Kvenfje-
lagsins á Eyrarbakka«, stofnaður á 40 ára afmæli fje-
lagsins í marz 1928; honum skal varið til að launa
heimilishjúkrunarkonu á Eyrarbakka. Sjóður þessi
tekur á móti minningargjöfum og lætur af hendi minn-
ingarspjöld. 4. sjóðnum, »Minning frú E. Nielsen« er
enn óráðstafað.
Einn af sjóðum þessum, »Tryggvi«, hefur þegar ver-