Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 25
Blln
23
þrótt og hreina lund, voru íþróttir og ýmiskonar lík-
amsæfingar. Meöal annars hefur sund og vígfimi veriö
frábær.
Einnig vitum vjer, aö ættfeður vorir voru trúmenn.
Hof sín byggðu þeir sjálfir og dýrkuöu goðin af heit-
um og- sterkum átrúnaði. Og er sagt, að sumir biótuöu
daglega. Með öðrum orðum, þeir lifðu daglega í sam-
bandi viö trú sína. Það eiga kristnir menn einnig aö
gera. Svo sem það þótti heillavænlegt til forna,. aö
rækja vel trú sína, svo er það enn.
Jeg held að það sje óhætt aö skýrskota til erfða-
kosta fornforeldra vorra. Það væri ekki úr vegi íyrir
unga fólkið nú, að nema staðar og líta upp úr öllu
þessu andlega sótregni, sem á því dynur, og fletta upp
í fornsögum vorum og gæta aö, hvort ekki sje sumt
af þessum góðu og heilsteyptu mannkostum að ganga
úr sjer hjá niðjunum.
islenzkar konur og mæöur! Þessi arfur býr í oss
öllum, er nú lifum. Leitið að dygðum forfeðranna og-
brýnið þær fyrir börnúnum. Opniö augu þeirra fyrir
hinu þróttmikla íþróttalífi þeirra. Það mun reynast
giftudrjúgt, sakir þess, að iþróttalíf leiöir ungmennin
burt frá hverskonar spillingu, en krefst hinsvegar
fullkomins drengskapar og hreiniegs lífernis tii lík-
ama og sálar. — Styðjiö ungmennafjelögin og hvetjiö
þau til dáða og drengskapar og um fram alit til sannra
íþrótta.
öllum börnum ætti að innræta snemma þjóðrækni
og ættjaröarást, því það er öllum meðfædd tilfinning.
Ættjarðarástinni verður erfitt að útrýma, þó sumir
hinna yngri vilji svo vera láta, af því að hún hefur
oft verið misnotuð. — En römm er sú taug, er dregur
menn og málleysingja föðurtúna til. — Ættjarðarást-
in á rætur sínar í djörfustu og bestu tilfinningum
mannshjartans. Það er heilög heiðursskylda, er hver