Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 41
Hlln SS\
e,r eitthvað að þeim. Lafi blöðin máttla.us niður stafar
það oftast af vatnsskorti eða of mikilli sólarbirtu, er
örvar svo mjög uppgufunina,, aö vökvaþenslan getur
ekki haldið plöntunni upprjettri. — Verði blöðin gul-
græn, stafar það oft af áburðarskorti. — Verði
biómsturplöntur lúsugar, er oft erfitt að losa þær við
lúsina, sökum þess, að í heimhhúsum er ekki hægt að
nota eiturefni til útrýmingar á henni. Oft tekst að
drepa lúsina, með því að skvetta grænsápuvatni á
plöntuna með bursta eða sprautu. Verður að endur-
taka það nokkrum sinnum, því þótt grænsápuvatn
geti drepið lúsina getur það ekki drepið iúsareggin,
verður því aö endurtaka tilraunina, er þær eru-komn-
ar úr egginu.
Hinir ýmsu sjúkdómar, sem plönturnar fá, eru
Jæknaðir með margskonar eiturefnum, sem ekki er
hægt að viðhafa í heimahúsum. Það þýðir því ckki
að minnast á þá eða Jækningu þeirra. Loftið í stofum
er venjulegast of þurt fyrir plöntur og ýmist of heitt
eða of kalt fyrir hinar mismunandi blómategundir.
VenjuJegur stofuhiti á daginn er 14—20 stig á C. og
getur á nóttunni komist niður í frostmark. Svo milc-
inn hitamismun þola plönturnar eicki, þær verða sjúk-
ar og endingarlitlar. Hitamismunurinn má ekki vera
meiri en 10 stig.
Nauðsynlegt er að þvo stöku sinnum með svampí
eða sprauta ryk það, sem safnast á blööin. Gott er að
láta stofublómin út í milda rigningu.
Þótt mikið erfiðara sje að hirða blóm í stoi'um en í
gróðrarhúsum, tekst þeim sem bera mikla umhyggju
fyrir blómum sínum að ala upp blóm sem eru fram-
úrskarandi falleg. Sjeu erfiðleikárnir miklir, þá er
sigurinn þeim mun stærrí. PJönturnar eru þakklátar,
því meir sem reynt er að finna og uppíylla þarfir