Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 8
6
Hlín
ins »Glæður« á Hólmavík,, stjðrn Sambandsins og full-
trúa velkomna og ljet í Ijós ánægju sína yfir komu
þeirra. — Þakkaði formaður Sambandsins fyrir þeirra
hönd.
Þá voru borin upp til inntöku í S. N. K. kvenfjelagið
»Glæður«, Hólmavík, og »Kvenfjelagasamband Fram-
Eyfirðinga«. Var þeim veitt inntaka og þau boðin vel-
komin í Sambandið. — Ritari las upp síðustu fundar-
gerð.
Næst gaf formaður skýrslu um störf Sambandsins
síðastliðin ár. Gat hún þess, að þó að fáir fulltrúar
væru á þessum fundi,. mættu fjelagskonur ekki halda,
að Sambandið væri í hnignun. Til dæmis hefði þessi
árin aðeins eitt fjelag sagt sig úr Sambandinu, en 8
fjelög gengið inn (að meðtöldum deildum þeim, sem
standa innan Kvenfjelagasambands Fram-Eyfirðinga).
Áhugamál Sambandsins eru þau sömu og þau hafa
verið áður og eru þau tekin til umræðu á hverjum að-
alfundi og skýrt frá hvað þeim miðar áfram innan
f jelagsheildarinnar.
Þótt konum finnist e. t. v. að samþyktir og áskor-
anir, sem frá fundunum hafa farið, hafi lítinn ái’ang-
ur borið, þá má þeim ekki yfirsjást, að áhrif eru mik-
ið meiri en beinar framkvæmdir sýna,, og sem lýsir
sjer í sívaxandi áhuga og framkvæmdum fjelagsdeild-
anna.
Garðyrkjukonur hefur Sambandið haft á sínum veg-
um 3 síðastliðin ár og starfar nú ein hjá Kvenfjelaga-
sambandi Suður-Þingeyinga.
Á síðasta fundi S. N. K. var stjórninni falið að
sækja um aukin fjárstyrk til Alþingis. Sú umsókn varð
árangurslaus. Þar af leiðandi hefur stjórnin ekki sjeð
sjer fært að styrkja Jpnínu Líndal til fyrirlestraferða
á Sambandssvæðinu, sem hefði þó verið mjög æski-
legt.