Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 28
26
HUn
Margar okkar eldri kvennanna vita vel hvað vetur
fáfræðinnar er, ekki síst af því, eins og skáldið okkar
ágæta segir, að við höfum alla tíð elskað vorið, vor
mentunar og manndáða. — Og nú vil jeg beina þeirri
áskorun til kvenna yfirleitt,. að þær láti sig skólamál
»miklu skipta«, ekki síst skóla æskunnar, svo að konur
geti með sanni sagt: »Við reynum að hjálpa til þess
að gefa æskunni vorið, sem við hofum elskað og þráð«.
Siffurlína Ii. Su/tn/gffsdóttir,
Sumargestir.
Jeg hugsa oft um það, hve mikið sveitafólkið gæti
gert fyrir kaupstaðabörnin meö því að lofa þeim að
vera hjá sjer yfir sumarið,. og það gæti um leið notið
mikils ljettis við heimilsstörfin af börnunum, því að
ekki eru tiltök að börnin sjeu iðjulaus, þar vcrður að
ganga eitt yfir alla á heimitinu að vimia það sem hægt
er. — En börnin verða miklu hraustari og duglegri að
læra á veturna, þegar þau hafa notið sveitasælunnar
á sumrin og þau þroskast við störfin og af kynningu
við húsdýrin.
Þjer hafið máske gaman af að frjetta, hvernig
gekk með drengina þrjá, sem hjá mjer voru í sumar,
og byrja jeg þá á litla drengnum, 9 ára gamla, sem
kom frá Vestmannaeyjum snemma í júní í vor. Það
er alt að því tveggja tíma reið frá heimili mínu í kaup-
staðinn. Jeg lagði á stað einn góðan veðurdag að taka
á móti litla sumargestinum mínum. Hann kom alla
þessa leið til að flytja á heimili þar sem hann hafði
aldrei sjeð neina manneskju fyr. Jeg hitti hann á göt-
unni fyrst og heilsa honum, hann tekur því vel, en
mjer finst hann virða mig mikið l'yrir sjer, hann er
samt ótrúlega glaður. Við verðum síðbúm úr kaup-