Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 64
62
ilinu. — Margt mætti til hagnaðar færa um matar-
hald. T. d. meiri notkun á síld. Þjóðin eyðir árlega
mörgum tugum miljóna í mat, svo ekki er sama
hvernig haldið er á fæðunni. — Fjailagrösum og berj-
um skyldi safna sem mest til matar. Þær tegundir
innihalda mjög holla og góða næringu eins og alJar
fæðutegundir, sem fengnar eru heima fyrir. En út-
lenda matvaran — þar með talið kaffi, sykur og hveiti
— er óholt, næringarsvikið oft og 'einatt, spillir heilsu
fólks og dregur úr því fjör og kraft.
Það sem fyrir liggur verður því samandregið þetta:
1. Spara sem framast er unt kaup á erlendri vöru
til daglegra þarfa.
2. Auka til notkunar mjóJk, garðmat og egg.
3. Nota meira kjöt, tína íjallagrös og ber.
4. Auka heimilisiðnað sem framast má verða.
Það má ekki gleymast, að áburðarhirðing er mikill
undirstöðuþáttur iarðræktarinnar. — Búnaðarsam-
bandið vill styrkja alla viðleitni og framkvæmd í þessa
átt, en það getur, því miður,. alt of lítið aðhafst. — Það
Jeyfir sjer lijer með að skora á búnaðarfjelögin og
kvenfjelögin á sambandssvæðinu að taka aðalatriði
brjefs þessa til alvarlegrar athugunar, og reyna, að
því er frekast má verða, að stuðla að því að sem mest
verði hafist handa til framkvæmda. Væri nauðsynlegi,
að fjelögin hjeldu fundi til að ræða þessi mál og fá
alla meðlimi fjelaganna hreyfða til sameiginlegra á-
taka. — Konumar ræði um meðferð matarins, skömtu-
lagið, garðræktina og heimilisiðnaðinn, en bændurnir
um áburðarhirðingu, vinslu jarðarinnar, undirbúning
aukinna matjurtagarða, búpeningshald, — en allir um
það, hver ráð sjeu nú helst til bjargar.*
* >Hagtíðindin« fyrir júní 1936 birta tolur um innflutning C
fyrstu mánuði ársins, er hann næstum því hinn sami og