Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 128
126
Úlvn
út frá sjer, verst er með börnin, ef þau komast inn í þetta. —
Reyndu, ef þú getur, Halldóra mín, að koma, þó ekki væri nema
nokknim kærleiksneistum til náungans, inn hjá unga fóikinu.
Það er meira virði en allur annar iðnaður. S.
Matthildur í Garði skrifa/r: Ef mosinn er góður, getur litur-
inn orðið mjög' falieg'ur, frá ljósbleiku að dökk-rauðbrúnu og
vandaminst er að lita hann af öllum litum.
Frá Þi/kkvabæjarklaustri í Álftaveri er skrifað: Þær frjettir
get jeg sagt þjer, að jeg skrifa þetta við rafljós, þótt ekki sje
vatnsafl. Eiríkur Ormsson mágur minn og Steinunn mágkona
mín, sendu hingað vindmyliu, sem framleiðir rafurmagn, höfum
við altaf nóg ljós. H.
Úr Skaftártuniju í Skaftafellssýslu er skrifað: Ekkert náms-
skeið verður hjer í Tungunni í vetur, en flest eða öll heimiii
vefa eitthvað. Það virðist vera vaknaður mikill áhugi fyrir að
vinna sem mest úr ullinni, bæði í prjónles og til vefnaðar,
prjónavjelar eru hjer á hverjum bæ og er mikið prjónað á
þær.* S.
Úr Þistilfirði er shrifað vorið 1935: Garðyrkjunni hefur
fleygt áfram síðustu árin hjer í sveit. Gulrófur nú nógar á
öllum bæjum og kartöflur á mörgum og sumstaðar ýmislegt
grænmeti. Við fengum s. 1. haust úr okkar garði — einu garð-
landi — 8 tunnur af gulrófum og- 4 af kartöflum (settum niður
um 25 kg. af kartöflum) — þó að úrkomusamt væri sumarið
og sóiskinslítið, en það kom heldur aldrei frostnótt að kalla.
Þetta hafa verið mikil sprettusumur. Ber sprottið mikið eins
og annað. — »Móðurfold á borðin ber!« — Krakkarnir hafa
stundum komið með marga potta af >bláberjum og' aðaibláberj-
um. Berin eru drjúg og góð sem eftirmatur og' eins sjóðum við
þau niður. — Nú höfum við notað fjallagrösin cinnig í rúg-
brauð og er það ágætt. Þ.
Kona á Norðurlandi skrifwr: — Jeg' nota alltaf sauðsvarta
ull í það band, sem jeg ætla að lita svart, bæði sparar það
mjög mikið lit og failegri blær fæst á sokka t. d. En svartir
eingirnissokkar þykja mjer hentugir við íslenskan búning. En
liturinn á sokkunum þarf að vera góður. S.
‘|i Undanfarna vetur hefur kvenfjelagið haldið uppi námsskeið
uni í vefnaði og saumaskap.