Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 89
Hlln
87
eiris og uppgötvun eldsins og hagnýting hans, ekkert,
sem hefur gerbreytt svo öilu lífi hans og lifnaðarhátt-
um.
Hvernig fann þá maöurinn eldinn?
Að því hafa vísiudin leitt margar getgátur, mis-
munandi sennilegar. Ein þeirra er þessi:
Þrumur og eldingar geysa, eldingu slœr niður, það
kviknar í skóginum, eldurinn breiðir sig um stór
svæði. Menn og skepnur flýja óttaslegin og skríða i
fylgsni sín. — Þegar veðrinu slotar og eldurinn fölskv-
ast, skríða menn og skepnur úr fylgsnum sínum, þau
finna á hinu hei'jaða svæði dýrin steikt og ávexti og
hrietur bakað. Þetta smakkast villimanninum vel, sem
er vanur hráætinu einu saman, sjerstaklega er þaö
lostætt börnum og gamalmennum.
Og eldurinn, sem áður lagði alt í eyði og skelfdi
íbúa skógarins, hann lifir enn, en hefur nú liægt um sig,
hann lifir í risavöxnu skógartrjánum, þar getur hann
lifað vikum, jafnvel mánuðum saman. Þessi brennandi
risi' dregur athygli mannanna að sjer, í nálægð hans
er hlýtt og notalegt í kvöldkulinu eftir regnið og lík-
lega rjettast að hafa þar náttstað. Ef eldurinn skyldi
fölskvast, er hægurinn hjá að draga að eldsneyti, nóg
er af að taka. Það varð að samkomulagi, að konur, börn
og’ gamalmenni voru kyr þarna, meðan karlmennirnir
fóru í herferðir eða veiðiferðir.
Eldurinn var fundinn! Það mátti heita að hann
kæmi upp í hendurnar á manninum fyrirhafnarlaust
og af tilviljun. En hann þurfti að fæða sem annað
húsdýr. Það varð hlutverlc konunnar, því karlmenn-
irnir voru í veiði- og herferðum, en það var nógu nota-
legt aö koma heim að bálinu, mýkja og rjetta úr
þreyttum limum í ylnum, og steikta kjötið fór að
þykja lostætara en hráætið. öllum fór að þykja vænt
um eldinn hann mátti ekki deyja, hann var ómissandi