Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 114
112
T-TUn
Guð hafi leitt hann úr margri hættunni, sem hann
hefur lent í, einmitt vegna þess, að hann forsmáði
ekki signandi hönd móður sinnar. Jeg veit það ekki,
góða mín, en jeg trúi því. — Já, blessuð stúlkan mín,
mjer birtir fyrir augum, þegar jeg hugsa um marga
góða feður, bræður, syni og eiginmenn, sem jeg hef
þekt,. bæði af eigin reynd og af afspurn. Lof mitt um
drenglyndi þeirra, dáð og kurteisi væri efni í nokkr-
ar sögur. Ástúöin vefji þá örmum, eldri og yngri«.
Sólveig litla, fagra og blíðlynda ungmeyjan, gekk til
gömlu konunnar,. tók báðar hendur hennar í sínar,
kysti þær og sagði með tár í aug'um: »Hjartans þökk,
elsku amma mín, þú hefur opnað mjer nýjan heim,
sem jeg horfi til með fögnuði, en hræðist ekki fram-
ar«.
Hildwr Baldvinsdóttir,
Klömbrum í Aðuldal, S.-Þing.
Minni karla.
(Flutt á hjónaballi veturinn 1934—1935).
Heill ykkur hraustu bændur,
hugdjörfu vinir og frændur,
virtir og dáðir að vonum
af vitrum og göfugum konum.
Heill ykkur sægai-pa sægur,
sigurinn ykkar er frægur,
mörg hefur elskandi meyja
með ykkur viljað deyja.