Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 74
72
Hlín
það gerir mjer mun ljettari gönguna að hugsa um og
hafa yfir versin og bænimar, sem jeg lærði af bless-
aðri móður minni í æsku. Hún vaknaði æfinlega fyrst
á morgnana og fór að kenna okkur kverið og bænirn-
ar. Og faðir minn blessaður tók okkur börnin á hnje
sjer, þegar hann kom inn, kendi okkur heilræði og
innrætti okkur alt sem gott var: Hlýðni, skyldurækni,
nærgætni við menn og skepnur og að vera vandaður
til orðs og æðis, svo það mætti treysta manni.
Jeg get ekki annað á þessum föstutíma, sem yfir
stendur, en verið með hugann heima á ættlandinu á
bæjunum, sem við systkinin ólumst upp á hjá okkar
ástríku foreldrum, þar sem kvöldlestrum var haldið
við allan veturinn og á föstunni, er við í tilbeiðslu-
ríkri kyrð og bljúgleika 'vorum vanin á að fylgjast
með kvalakrossgöngu frelsarans. Hvað það voru sælu-
ríkar og friðhelgandi stundir fyrir alla á heimilinu.
Þetta var góður og lotningarverður siður, sem aldrei
hefði átt að leggjast niður. Stundirnar voru svo dýr-
mætar fyrir unga sem gamla, það blíðkaði hugsunina,
mildaði tilfinningarnar hjá þeim eldri og ekki síður
hjá þeim yngri, ekki síst þegar móðirin útskýrði fyr-
ir börnunum með viðkvæmni hvað kærleiksríkur frels-
arinn leið fyrir okkur jarðarbörnin, og sýndi það í
öllu sjálf að það fór ekki fram hjá henni án snerting-
ar og sársauka hjartans. — Jeg vona að jeg geti hald-
ið þeim sið áfram að lesa sunnudaga- og kvöldlestra.
Fylgi þar fögru dæmi foreldra minna.
Móðir mín, Guðbjörg Gísladóttir, var fædd á Hösk-
uldsstöðum í Breiðdal 28. des. 1842. ólst hún upp hjá
foreldrum sínum, Gísla Þorvarðarsyni og Ingibjörgu
Einarsdóttur, voru foreldrar mínir bræðabörn, bæði
af góðum bændaættum í Múlaþingi. Þau voru aðeins
tvö systkinin, móðir mín og Einar, sem bjó á Hösk-