Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 111
Hlín
109
til okkar barnanna væri efni í heila bók, en jeg var
orðin eldri en þú, þegar jeg gerði mjer ljósa grein
fyrir fórnarlund hans og' kærleika. Sjálfur gekk hann,
svo að segja,, alls á mis, til þess að geta veitt okkur
þá mentun, sem við urðum aðnjótandi, og sem í þá
daga þótti næstum óþarfa dekur — jafnvel hlægileg
heimska. Alþýðufólk hefði ekki með slíkt að gera. —
Hvaö jeg man það vel enn þann dag í dag, þegar það
rann fyrst upp fyrir mjer, hve óendanlega mikið pabbi
hlyti að elska okkur börnin sín. — Þú heldur nú lík-
lega,. vinan mín litla, að hann hafi gefið mjer ein-
hverja stórgjöf. Nei, ónei, í þá daga hafði hann ekki
efni á slíku.
Það var eitt yndislegt voi'kvöld, jeg var á heimleið,
hafði verið á Laugalandsskóla allan veturinn. Jeg átti
aðeins eftir spölkorn heim tíl mín. Leið mín lá með-
fram ánni, sem rennur fyrir neöan gamia bæinn minn.
Alt í einu kem jeg auga á tvo menn,. sem eru að draga
fyrir silung í ánni. Annar maðurinn var á pramma
fram á miðri á, en hinn hjelt i togið og óð upp í mitti
í vorköldu vatninu. Það var faðir minn. — Aldrei
gleymi jeg þeirri ástúð og blíðu, sem ljómaði á andliti
hans, þegar hann heilsaði mjer, og aldrei gleymi jeg,
hve jeg fann sárt til þess að geta ekki launað honum
alt hans strit og fyrirhöfn mín vegna. En upp frá því
fanst mjer jeg skilja til fulls alla hans föðurlegu ást-
úð, sem hjelst jöfn og óslitin til æfiloka. — Móðurást-
in er æfinlega dásömuð, en mjer hefur oft fundist að
föðurástin sje engu ógöfugri. Og faðir barnanna
minna sannaði mjer það á ýmsa lund. Minningarnar,
sem jeg á því viðvikjandi, eru mjer margar hverjar
svo helgar, að jeg get tæplega greint þjer frá þeim,,
ljúfan mín. Samt held jeg verði að segja þjer frá
nokkrum, sem gætu ef til vill orðið til þess að leið-