Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 69
67
HUn
firði, ekkja Hjartar Snorrasonar, alþingismanns, Ás-
laug á Ljótsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu, gift
Hjálmari Jónssyni bónda frá Skútustöðum (þessar
systur áttu báðar skólamenn frá ólafsdal), og Markús,
sem mörg síðustu árin hefur verið fyrir búi móður
sinnar, giftur Sigríði Brandsdóttur frá Prestsbakka,
var hún einnig um eitt skeið við nám í ólafsdal. — Til
uppfóstúrs voru tekin af fátækum foreldrum 4 börn
á unga aldri og alin upp sem eigin börn væru.
Jörðin ólafsdalur, sem liggur til suðurs inn í fjalla-
klasann sunnan Gilsfjarðar innarlega, var er þau
hjönin Guðlaug og Torfi fluttu þangað, afskekt kot-
býli. Túnið lítill kraki, kargaþýfður, umlauk lágreista,
ljelega moldarkofa. Engjar sama og engar, en nokk-
uð grónar grjóthlíðar til beitar inn og út fram með
Gilsfirði.
Hjer voru því erfið og kostnaðarsöm verkefni fyrir
ungu hjónin að vinna, en þau voru líka gædd óbilandi
áhuga til umbóta, samfara viljaþreki og kjarki, sem
var sjaldgæft, og það sem var mést um vert, ágætlega
samvalin og samtaka, og stjórn Guðlaugar innanbæjar
var fullkomlega samboðin og í samræmi við dugnað
Torfa og umbætur utanbæjar.
Til þess að geta lifað þarna eins og manndómshug-
ur þeirra stóð til, varð að byggja að nýju yfir menn
og skepnur, sljetta og græða út túnið, gera nýrækt
í stórum stíl og fá jarðnytjar að út í Saurbæjarsveit.
Byggingarefni svo og annan útlendan varning varð
að sækja út í Skarðsstöð og Stykkishólm aðallega sjó-
leíðis. Varð að sæta sjávarföllum vegna hinna miklu
strauma á Gilsfirði og er leið sú óhrein mjög og vand-
rötuð.
Þarna á þessu nytjasnauða býli, ólafsdal, reis á
fáum árum upp stórbýli með veglegum byggingum,
sem naut að góðra engja og beitarítaka á fleiri jörð-
5*