Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 49
47
TÍUn
milda ánægju, að þau þurfi minni gæslu«. — Á þess-
um 3 árum hefur framleiðsla leikfanganna smá auk-
ist. Fyrsta árið vann einn maður,. annað árið tveir og
þriðja árið þrír til sex, og eru nú að staðaldri gerðar
milli 50 og 100 tegundir af leikföngum, stórum og smá-
um. — Nauösynlegustu trjesmíðavjelar og máininga-
sprauta eru nú fyrir hendi. — Efniviður er aðallega
trje: Fura, beyki og birki, en járnhlutar, sem nauð-
synlegir eru, eru fengnir frá útlöndum,. því að járn-
smiðastofur hjer hafa enn engar sjervjelar, sem geti
unnið þá. — Einnig hafa verið fengin ósamansett leik-
föng frá útlöndum (brúður) og sett saman hjer. Væri
það æskilegt fyrir islenska leikfangagerð að ekki
leyfðist innflutningur á öðrum leikföngum en ósaman-
settum, það sparaði allmikið af þeim gjaldeyri, sem
lagður er út fyrir þessa vöru, og veitti landsmönnum
atvinnu ekki svo litla. — Sala leikfanga íslensku leik-
fangagerðarinnar fer því nær eingöngu fram í Rvík.
Burstagerðin í Reykjavík.
Burstagerðin var stofnuð i Reykjavík árið 1930 af
Hróbjarti Árnasyni verslunarmanni, eftir að hann
hafði dvalið við nám í burstaverksmiðju í Kaupmanna-
höfn. — í byrjun voru margir erfiðleikar við að
stríða, þar sem allar verslanir höfðu yfirfult af út-
lendum burstum og sópum, og margir höfðu ótrú á
hinum íslenska iðnaði. En þrátt íyrir margskonar
erfiðleika hefur framleiðslan stöðugt aukist ár frá
ári, svo að nú má segja, að meirihlutinn af öllum
burstum og sópum, sem notaðir eru á landinu sje ís-
lenskur. Fyrsta árið starfaði Burstagerðin aðeins í
einu herbergi, og hafði tvo fasta starfsmenn, en nú
vinna 9 menn í verkstæði með 7 herbergjum.
í byrjun voru aðeins framdleiddar 20—30 tegundýr