Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 116
114
Hlin
vera með því sniði á heimilunum, að þær sameini í'ólk-
ið við guðsþjónustugerð. Jeg' þekki heimili þar sem
vanalegir kirkjusiðir eru viðhafðir við útvarpsmess-
urnar, og meðal annars tekið þátt í söngnum af þeim,
sem það geta. — Jeg sje fyrir mjer eina slíka bað-
stofu, sem reynt er að breyta í heigihús litla stund.
Á borð við rúm gamallar konu, sem Jiggur rúmföst,
er breiddur hvítur dúkur, þangað er hátalarinn færð-
ur til þess að hún, sem þráir messurnar, heyri sem
best. Þar eru líka sett kertaljós og' baðstofan er yfir-
leitt gerð svo vistleg sem föng eru á.
Heimilisfólkið safnast saman sunnudagabúiö, tekur
sálmabækur sínar og messan byrjar, alt er kyi’t og
hljótt og hátíðlegt. — Hinn ágæti kii’kjusöngur hrífur
hugi allra og hið nýja helgisiðafoi’m gerir sitt til. —
Og sje maður nú svo heppinn í tilbót að heyi’a eitt-
hvað nýtt eða gamalt efni þannig úr garði gert að
veki bergmál og umhugsun, þá verður þessi stund
bæði til uppbyggingar og innilegrar gleði.
Jeg vona það og treysti því, að útvarpið, sem óðum
nær til fleiri og fleiri heimila í sveitunum, geti sam-
einað fólkið, eitthvað í líkingu við þaö sem kvöldvök-
umar gerðu áður ’fyr.
S.
Guðshjálp.
1 Drottins nafni jeg duga vil
og Drottins ætíð vona til,
hans miskunn stöðug stendur.
hvað gagnar mjer ef Guð er fjær?
Hvað grandar mjer, þá hann er nær?
Jeg fel mig hans í hendur.
(Gamalt vers).