Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 83
81
Hlin
dagsverk. Faðir minn var mesti gleðimaður og hafði
yndi af því að giæða líf og gleði í skemtunum, en gætti
þess þó, að enginn órjettur væri sýndur þeim, sem
minni máttar var, eða neitt ljótt aðhafst, sem skygt
gæti á gleðina. Hann var hestamaður mikill, enda var
það líf og yndi hans að sitja á hestbaki. Dvelur hugur-
inn oft hjá honum, er við vorum á ferðalagi. Hvað
blessaður faðir minn var þá fallegur og sat vel á hesti.
Hann átti marga fallega hesta og góða.
Þau áttu vel saman foraldrar mínir, voru bæði snill-
ingar í höndunum, hjápaði faðir minn henni oft til að
draga upp rósir, hann átti svo mikið við að laga og
brejda uppdráttum við söðiaverkið og fórst það vel úr
hendi. Engan hef jeg sjeð veita frostrósum á gluggum
á vetrardag jafnmikia eftirtekt og móður mína, hún
dró oft hríslur eftir þeim og setti saman. Hún var svo
hrifin af þessari náttúrulist. Eins var hún lagin á að
skifta litum í útsaum eftir því, sem litarbreytingin var
á fullþroskuðum blómum og sauma leggi rjett á blöð-
um eftir því, sem þeir lágu og uxu frá rótinni, þetta
gagnrýndi hún alt nákvæmlega. Einu sinni bjó hún til
»undirdekk« handa manni síum. Hann dró upp hest
og hún klipti hann út í nokkuð þykt, bleikt klæði,
saumaði hann svo í sitt hvort horn á »undirdekkinu«
og hafði fax og hófskegg úr dekkra garni, setti Ijós-
bláa perlu í augað, en brúna í nasirnar. Hesturinn
var yndislega fallegur, allir dáðust að honum.
Fyrstu búskaparárin í Jóivík var oft farið á vorin
suður í Skaftafellssýslu til að kaupa fje, var það þar
sjerlega ódýrt. Sendu foreldrar mínir oft ýmislegt
handverk, hann leðurverk: Höfuðleður, tauma, reiða,
volka, móttök, töskur o. fl., hún útsaum, prjón og
dúka, söðuláklæði, sessur, »undirdekk« o. fl. og fengu
fje og peninga fyrir.
6