Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 106
104
II lin
Um síðara uppdráttinn skal ekki eytt mörgum orð-
um. Það hús er töluvert stærra en hitt, svefnherbergin
tvö og auk þess lítið baðherbergi með steypibaði, og
er gengið þangað úr eldhúsi. Þá er einnig gert ráð
fyrir kjallara undir hluta hússins. Vegghæð verður
því nokkru meiri en á hinu húsinu. Gólf er gert ráð
fyrir að sje úr timbri. Því verður að sönnu ekki neit-
að, að steingólfin eru að ýmsu leyti æskileg, en þau
eru dýr, óholl fyrir fæturna og vandsmíðuð mönnum,,
sem litla æfing hafa í þeim efnum. Þess vegna hljóta
þau alltaf að verða vafasöm í litlum húsum, og erlend-
is þekkjast þau varla nema 1 stórhýsum.
Við smíð lágu húsanna sparast bæði vinna og sjer-
þekking, en hún er eðlilega dýrkeypt, og er það al-
kunnugt. í sveitum er oftast völ laghendra manna,
sem fúsir eru til að vinna fyrir minna en sjerfræðings-
kaup,, en geta þó leyst verk sín vel af hendi. Húsagerð
í sveitum verður að haga eftir þessu, og áðurnefnd
hús eiga að vera af því tæi. Við smíð þeirra á ekki
að vera neitt verksatriði, gem sæmilega skynsamur og
verklaginn maður geti eigi leyst af hendi með aðstoð
glöggra teikninga og verklýsinga. — Vandamesta
verkið er timbursmíðin og þó tiltölulega einföld. Al-
þýða manna er að vísu fremur ófróð í þeim efnum,
og kemur það sjer bagalega víðar en við húsagerð.
úr þcssu mætti þó töluvert bæta, ef t. d. alþýðuskólar
hjeraðanna og búnaðarskólarnir vildu veita ncmendum
nokkra tiisögn við gerð algengustu húsa. Kenslan gæti
farið fram munnlega með aðstoð teikninga á töflu til
útskýringar. Það yrði vitanlega enginn útlærður smið-
ur með þeim lærdómi,. en nokkuð af því kynni þó að
festast í minni og koma að haldi síðar.
Málning hússins gæti bóndinn annast sjálfur að öllu
leyti með lítilsháttnr leiðbeinmgum um litayal og