Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 126
124
Hlin
geymdur á þurrum, svölum, en ekki mjög köldum stað (ekki i
súg, og ekki þar sem skein sól). Daglega er honum snúið og
nuddað af honum með deigum klút eftir því, sem með þarf. —-
Aðfei'ðin er nú ekki margbrotnari en þetta. Hún getur varla
verið vandaminni, en þetta reyndist vel.
Okkur finst nú, Tungukonunum, að við fáum ekki almenni-
lega osta, síðan við hættum að hafa blessaða sauðamjólkina
í þá. S. S.
Jón G. Sigurðwrson, Hoftúnum á Snæfcllsnesi slcrifar vorið
1935: — Jeg hef haft nóg að starfa síðan jeg kom að sunn-
an. Það hrúguðust á mig þau kynstur að spinna og hef jeg'
spunnið mikið, oft unnið frá því kl. 6 á morgnana til 11 á
kvöldin og stundum lengur.
Það þarf að vanda spunann, þá tekur fólkið áreiðanlega
spunavjelinni með þökkum. — Það er að mínu áliti afar nauð-
synlegt að menn læri að fara með vjelarnar, læri að halda þeim
í góðu lagi og venji sig á vandvirkni: Jeg' sannfærist æ betur
og betur um það, að fóikið þa-rf að læra að spinna og fá nokkra
æfingu undir eftirliti vandvirks manns, sem er nógu strangur
að heimta vöndun verksins. Eins er með vjelarnar, það er hægt
að koma góðri vjel í ólag1 engu síður en spunarokk. — Jeg vona
að Eyrarsveitungum gangi vel að spinna á vjelina frá mjer,
enda lagði jeg ríkt á við þá að gæta vel að öllu, svo vjelin yrði
í lagi og ljett og gott að nota hana.
Af Vesturlandi er skrifað: — Jeg hef gaman að heyra um
heimilisiðnaðinn. Jeg hef jafnan verið því fylgjandi að nota ull-
ina okkar til fatnaðar fyrir mig og mína. Til þessa tíma hef
jeg haft ullarrekkvoðir í rúmunum okkar. Öll nærföt úr ull og
millipeysur, og aldrei hef jeg haft hversdagsbuxur á karlmenn
nema úr vaðmáli, alt heimaunnið, sokka nefni jeg nú ekki. Það
helsta, sem jeg hef notað af útlendum varningi til klæðnaðar
er milliskyrtuefni og svo utanyfirföt verkamanna, síðan þau
fóru að koma saumuð, en áður var alt saumað heima, aðeins
bestu utanyfirföt voru aðfengin og þá úr reglulega góðu efni,
enda látin duga í mörg ár. — Þegar drengir mínir fóru til
náms, þá höfðu þeir allan útbúnað að heiman, og það var látið
duga, jeg sá ekki að búskapur okkar þyldi meiri útgjöld. En
það verð jeg að segja, að tímann notaði jeg', jafnvel meira en
10 tíma vinnu á dag, en nú orðið þykir nóg að vinna 8 tíma.
— Jeg fór snemma að bera við að vinna ull. Fóstra mín sagði,
að það væri ekkert lag' á því, ef telpur gætu ekki unnið og
prjónað sokka á sig’ 11 ára gamlar, og auðvitað var jeg látin