Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 123
Hlin
121
Búnaðarsamband V.-Húnavatnssýslu leggur 1935 fram kr.
300.00 til garðyrkju á sambandssvæðinu og' kr. 80.00 til styrkt-
ar einni spunavjel í hverjum hreppi.
Á Búnaðarsambandssvæði Dala- og Snæfellsness eru nú 12—
14 spunavjelar í notkun, flestar eign kvenfjelaga og ungmcnna-
fjelaga og styrktar af Búnaðarsambandinu.
fíúnaðarjjelag fslands hefur árið 1933 og 1934 veitt styrk
(J/3) úr Verkfærakaupasjóði á 22 spunavjelar, 69 flatprjóna-
vjelar og 28 hringprjónavjelar.
Búnaðarsamband Eyjafjarðwr veitir árið 1934 kr. 500.00
styrk til garðyrkju á sambandssvæðinu.
Búnaðarsamband Slcagfirðinga lagði árið 1933 fram 2500 kr.
fyrir útsæði, fiæ, garðyrkjuverkfæri og' leiðbeiningar í garð-
yrkju á sambandssvæðinu.
Tólgarsápa. — ll pelar feiti, 7 pelar kalt vatn, 1 baukur
sterki sódi (Red seal). — Sódinn (duftið úr bauknum) er hrist
út í vatnið og' hrært vel í á meðan. Vatnið sjóðhitnar af sód-
anum, en það verður að kólna vel áður en það er hrært saman
við feitina, sem er brædd í öðru íláti. — Feitina (úrgangsfeiti)
á að hita svo lítið sem hægt er, aðeins svo, að hún bráðni.
Þegar búið er að taka pottinn með feitinni af eldinum, er
sódavatninu helt í og' hrært vel í á meðan. (Ekkert soðið).
Hlemmur er látinn yfir ílátið og breitt vel yfir. Látið standn
þangað til sápan er vel storkin, skorin upp í stengur og stykki.
Svona sápu hef jeg notað í mörg ár og reynst hún prýði-
lega. B. B.
Mörflot (vestfirslct). — Mörinn, viku eða hálfsmánaðar gam-
all, er malaður í stórri kjötkvörn eða fleðaður í þunnar fleður,
síðan hnoðaður með höndunum þangað til komin er velgja í
hann og' liann er hættur að loða við trogið. Hann er barinn
saman eins og skaka (tafla) og þess gætt, að ekki sjeu í henni
holur. Töflurnar eru hafðar 5 pund á þyngd..
Þegar líður á, vetur, áður en vorhitar byrja, er gott að láta
töflurnar í saltpækil, þeim hættir annars við að þrána, þegar
hitnar.
Mjer hefur fundist venjuleg tólg svo feitilítil, að ekki væri
vanþörf á viðbiti með henni. Alt öðru málið er að gegna með
mörflotið, það er, að dómi okkar Vestfirðinga, feitt og gott
viðbit. — Með blautfiski er það brætt sem venjuleg feiti, en
ætli maður að hafa það við harðfiski, er það brætt, en látið
storkna aftur og er þá ágætt viðbit. B. S.
Gömul kona í Aniardal í ísafjarðarsýslu shrifa/r: — Jeg hef