Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 108
106
Hlin
ráð fyrir kallara undir hált'u husinu aðeins. Annar
kostnaður verður ætíð mjög mísjafn; fer það eftir
staðháttum og eftir því, hvað bóndinn vill og getur
hjálpað sjer sjálfur. — Sumum þykir sennilega - lítið
tillit tekið til framtíðarinnar, og má vera, að svo sje.'
Þó vitum við sjaldnast hvers framtíöin krefst í þeim
efnum, og því miður eru ástæður flestra smábænda
þannig, að þeir hvorki mega nje geta tekið tillit til
annars en sinna eigin þarfa, eins og þær eru nú, og
eins og líkurnar benda á, að þær verði um allmargra
ára skeið, eftir hýsingu jarðarinnar. En þegar sá tími
rennur upp, að efni og ástæður krefjast stærri húsa,
má ætíð bæta við. Þegar húsin eru lág, eins og hjer er
gert ráð fyrir, er það tiltölulega auðvelt. Þannig má
t. d. lengja bæði húsin, sem sýnd eru á myndunum, til
hægri, og er þar gott rúm fyrir tvö herbergi við hvort,
ef haldið er fulli breidd húsanna.
Vafalaust fellur mönnum húsalag þetta misjafnlega
í geð, svo er jafnan, ef vikið er frá hinu venjulega.
Markmiðið er, að gera húsin einfaldari að gerð og þar
með stuðla að því, að hýsing sveitabýla geti aftur orð-
ið að mestu heimilisiðnaður. Jeg efast ekki um, að
margir gefi lágu húsunum ilt auga, finnist þau eklci
nógu »reisuleg« eða »kaupstaðarleg« o. s. frv., nm
þann smekk er ekkert að segja. Þá eru líka aðrir,, sem
virðast halda, að háu húsin sjeu ódýrari vegna þess
að þakstærð er jöfn, hvort heldur húsið er einlyft eða
marglyft. En þeir athuga ekki verkeyðsluna, sem áður
er lýst, ekki heldur kostnað við stigagerð og það rúm,
sem þeim er nauðsynlegt, og ætíð kemur hart niður á
húsum eð litlum grunnfleti. Þá er það auðsætt, að
hirðing húsanna verður ljettari, ef íbúðin er á einni
hæð. Þegar alt þetta er athugað, fer þaksparnaðurinn
að verða dálítið vafasamur.