Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 53
tílín 5l
Prjónavjelanámsskeið.
Nokkur orð, flutt við sýningu á heimilisiðnaði, að
Stórólfshvoli 2. apríl 1984
af
Björgvin V'igfússyni, sýsluxnanni.
í fyrstu bók Mósesar segir frá sköpun heimsins,
segir frá því, hvernig skaparinn, að trú Gyðinga, fór
að því að skapa heiminn. Sagan er merkileg, því hún
er í raun og veru stutt ágrip af fyrstu framþróun
jarðlífsins. Og þar segir ennfremur, að skaparinn
hafi tekið sjer hvíld að loknu verki. En sjálfsagt hef-
ur hvíldin ekki verið löng, því það mun sanni nær, að
skaparinn sje altaf aö verki, og heimurinn sje alltaf
að skapast. En þetta má ekki skiljast svo, að við
mennii*nr sjeum alveg áhrifalausir um það, hvernig
þessu verki gengur. — Nei, þvert á móti, í hvert skifti
sem vjer tökum oss eitthvað nýtilegt og þarft fyrir
hendur, má segja að vjer sjeum að skapa, og vjer eig-
um allir að telja það skyldu vora að vera liðsmenn
skaparans í því að fullkomna lífið og fegra í öllum
þess myndum.
Og það er einmitt þetta, sem konurnar í minstu
sveit Rangárvallasýslu, Hvolhreppi, hafa gert síðustu
4 vikumar. Það er þetta sem gerðist, er kvenfjelaginu
‘»Einingin« hugkvæmdist að stofna til námsskeiðs í
fegurðarvjelpróni. Hjet fjelagið á formann eða for-
stöðukonu Sambands sunnlenskra kvenna, að senda
sjer konu þá, er máttug væri til þeirra hluta að kenna
bæði ungum konum og eldri, völdum og óvöldum, list
þá í vjelprjóni, er til töfra og galdurs mætti telja og
áður hafði verið óþekt hjer um slóðir.
4*