Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 77
Hlin
75
Afi og amma, Gísli og Ingibjörg, voru mikilsmetin
og virt í sveit sinni, voru vel við efni, höfðingslunduð,
hjálpfús og gjafmild, og þessi börn þeirra í miklu
áliti, sem mátti, þau voru vel gefin til sálar og líkama,
áunnu sjer traust og virðingu samferðamanna sinna,
meðan þeim entist aldur til.
Foreldrar mínir byrjuðu svo búskap í Jórvík eftir
giftinguna og bjuggu þar í 20 ár við mikla risnu og
sæmd. I Jórvík erum við systkinin öll fædd: þrjár
systur dánar heima og hvíla bein þeirra í móður-
moldinni og við 4, sem lifum hjer i Ameríku: Hóseas,
Ingibjörg, Guðríður Helga og Þorbjörg.
Jörðin var stór og mannfrek, var því oft margt fólk
í heimili, 3 og 4 vinnumenn vanalega með smala. Hey-
skapur mest í fjalli langt frá bæ, útibeit góð. Skógur,
grávíðir og fjölgresi mikið, gott undir bú, en erfið
smalamenska. Móðir mín var mesta búkona. Vissi hún
vanalega hvar smalinn hafði ærnar í hjásetunni eftir
því, hve smjörið var mikið af strokknum á málum.
Voru þeir ekki æfinlega ánægðir við hana, smalarnir,
út af afskiftasemi við yfirsetuna. Jórvík var 12 hundr-
aða jörð metin að dýrleika. Urðu þau foreldrar mínir
að láta í landsskuld á hverju ári 12 kindur veturgaml-
ar, 2 smjörfjórðunga og hálfan annan teigslátt í túni
um túnasláttinn. Þegar maður athugar þessi útgjöld
með sanngirni og rjettlæti fyrir eina einustu jorð,
sýnist það vera talsvert að taka það út úr búi fjöl-
skyldumanns. En þetta er nú alt breytt til batnaðar.
— Móðir mín hafði æfinlega 3 vinnukonur á bestu bú-
skaparárum þeirra, veit^i ekki af, því búið var 3tórt
og mikill gestagangur, oft stúlkur hjá henni tíma og
tíma að læra ýmislegt til handanna. Hún gerði alltaf
mikið að allskonar útsaum bæði fyrir sig og aðra. Hún
saumaði söðuláklæði og vann í þau að öllu leyti, skatt-
eraði í söðulsessur, undirdekk, töskur og margt fleira,