Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 70
68
Hlm
um í Saurbæjarsveit. — Allt var þetta mannfrekt
mjög, og því um margra ára bil 50—60 manns þar í
heimili, svo húsmóðirin hefur haft í mörg horn að
líta. — Vor og sumar gengu til bygginga og aðflutn-
inga auk venjulegra jarðabóta, heyöflunar og umsjár
með málnytupeningi og öðrum búsmala: 20 kýr og 200
ær í kvíum. Vinnuflokkar voru gerðir út til viðlegu í
Saurbænum til heyöflunar, aðrir til flutninga á bygg-
Ólafsdalur.
ingarefni frá Skarðsstöð og Stykkishólmi. Auk þessa
margt manna heima fyrir til hirðingar búsmala og
nytjaöflunar, einnig margt smiða og byggingarmanna.
— Á vetrum var svo skólahaldið fyrir pilta og stúlkur
og öll börnin. — Þá var og mikið unnið að smíði jarð-
yrkjuverkfæra og unnu piltar þar að, smíðaðir plógar,
herfi, mold-skúffur, hemlar, kerrur, aktýgi o. fl., sem
dreift var út um landið vor hvert með skólapiltunum
til búnaðarfjelaga og einstakra bænda. — Margskonar
heimilisiðnaður annar var og rekinn þar af miklu
kappi: Tætt, prjónað og saumað. Þar voru tóvinnu-
vjelar reknar um skeið, er gengu fyrir vatnsorku. Þar
var kembt, spunnið, ofið, þæft m. m. Alt miðaði að
því að ljetta mönnum störfin.