Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 117
Hlin
115
Æfintýri.
(Þýtt).
Þorpið lá á afskektum stað. Fyrir norðan það var fjalla-
klasi. Fyrir sunnan það voru vötn og skógar. í þorpinu bjuggu
bæði ríkir menn og fátæklingar. Ríka fólkið yfirgaf þorpið sitt
á hverju sumri, til þess að ferðast til framandi landa og sjá
fegurð og tign náttúrunnar. Þegar það kom aftur heim til
þorpsins, hjelt það margar veislur. í veislu- og g'ildaskálum
sagði fólkið frá öllu því fagra, sem fyrir augu þess hafði borið.
Það lýsti hinni tignarlegu ró fjailanna, fossum, er fjellu fram
af hengiflugum og- stráðu úða sínum yfir nágrennið, vötnumrm
tæru og heiðu, sem gáruðust, þegar blíður andvarinn strauk
yfirborð þeirra.
Fátæka fólkið sat heima, það hafði hvorki tíma nje fje til að
ferðast til annara landa, en þó fýsti það jafnmikið í fegurðina
og lúka fólkið. — Heima sá ekkert nema leiðinleg fjöll, leiðin-
leg vötn, leiðinlega skóga. —
■ En einu sinni gerðist merkur viðbui ður í sögu þorpsins. —
Þangað kom málari, er kvaðst hafa undra fagurt málverk að
sýna. — Hann tók sal á leigu á efstu hæð í stærsta gistihúsi
þorpsins. Þorpsbúar stóðu á öndinni af eftirvæntingu. f þrjá
daga fjekk enginn að koma inn til málarans, en brak og' bar-
smíðar heyrðust frá honum nætur og- daga. —
Að lokum fjekk fólkið að koma, en aðeins á kvöldin, hann
sagði, að stóra málverkið sitt nyti sín ekki nema i ljósaskipt-
unum.
Allir, sem vetlingi gátu valdið, komu til að sjá listaverkið.
— Og allir urðu undrandi. Yndislega fögur fjöll, skrúðgrænai
brekkur, grasigrónar hlíðar, vötn, fossar og skógar blöstu við
augum manna.
Fátæklingarnir urðu hissa. Þeir höfðu aldrei gert sjer í hug-
arlund, að slík fegurð væri til í heiminum. Ríka fólkið var
einnig hissa og varð að játa, að slíka fegurð hefði það hvergi
sjeð í framandi löndum. — Kvöld eftir kvöld var 'húsfyllir hjá
málaranum.
Að lokum var það aðkomumaður nokkur, sem kvað upp úr og
sagði: »Þetta er umhverfi þorpsins ylckar, skógarnir ykkar,
fjöllin ykkar og' hlíðarnar ykkarU —
Þegar fólkið gætti betur að, sá það, að þetta var satt. Og
8*