Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 101
HUn 99
málsins. Það er mælt, að til sje ráðning á hverri gátu,.
vandinn að finna aðeins i-jetta lausn, og hún verður
ekki fundin án leitar og tilrauna. —
Á undanfömum árum hafa allmörg ibúðarhús til
sveita verið reist fyrir lánsfje úr byggingar- og land-
námssjóði. Uppdrættir að húsunum hafa oftast verið
gerðir í teiknistofu sjóðsins, og stærð þeirra og gerð
hagað eftir óskum þeirra, sem hús vildu reisa, eftir
því sem mögulegt var. Húsin hafa venjulega verið ein
hæð með kjallara og lofti,, og íbúðinni skipt í baðsofu,
eldhús og fjögur til fimm svefnherbergí, flest á lofti.
— Kostnaður hefur orðið afar misjafn, venjulegustu
fjárhæðir 8—10 þús. kr. og sum mun dýran. Oft hefir
það komið fyrir, að hús, sem á einum stað kostaði 10
þús. kr., hefir á öðrum stað kostað 14—15 þús.,. þótt
eins væri að stærð og skipulagi, fer það sem oftar, að
veldur hver á heldur. En þessar fjárhæðir, sem hjer
er um að ræða, eru ekkert meðfæri smábónda. Það er
því auðsætt,. að hús hans verður að vera af alt annari
gerð, ef honum á að vera mögulegt að standa straum
af kostnaðinum. En því takmarki verður ekki náð,
nema með náinni samvinnu milli þess, sem teiknar
húsin, og þess, sem kemur þeim upp og greiðir kostn-
aðinn. — úti í löndum er nú kappkostað að hafa íbúð-
ir venjulegra alþýðumanna eins smáar, og um leið eins
hagkvæmar og frekast er unt. Alt húsrúm,, sem ekki er
bráðnauðsynlegt, er skoðað sem óþörf eyðsla, og þess
vegna sneitt hjá því. Það er jafnvel algengt að eldhús,
borðstofa og dagstofa sjeu eitt sameiginlegt herbergi,
og annar endi þess notaður fyrir svefnherbergin, tvö
til þrjú,. um 2X2 metrar hvert, og skilin frá aðalstof-
unni með hálfskilrúmum og tjöldum. Sá hluti stofunn-
ar, þar sem eldhúsið er, er oft að nokkru leyti afkró-
7*