Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 22
20
Hlín
Uppeldis- og fræðslumál.
»Það er svo margt, ef að er gáð,
sem imi er þörf að ræða«.
Ef -»Hlín vill lána rnjer ofurlítið rúm, langar mig
til að nota það og ræða við ykkur, góðu konur, víðs-
vegar um landið, um nokkur þau áhugamál,, scm mjer
liggja á hjarta, og sem jeg veit, að þið eruð einnig að
glíma við.
Nú hefur tíminn breyst að mörgu leyti á síðari ár-
um, og aðstaða kvenna i þjóðfjelaginu sömuleiðis. —
Veldur því margt og meðal annars rjettarbætur, sem
konur hafa fengiö og meiri mentun. En þó að ekki sje
langt síðan konur hjer á landi fengu aukin rjettindi
sín,. og þar með athafnafrelsi, þá hafa þær sýnt, að
þær voru frelsisins verðar, og þær munu sýna það
betur framvegis. Kbnurnar skilja það vel, að auknum
rjetti fylgja kröfur, skyldur og ábyrgð.
Á síöustu árum, eða síðan rýmkað var um tjóður-
bandið á kvenþjóðinni, hafa þær veitt sjer ofurlítið
meira olbogarúm í þjóöfjelagsmálum,. myndað með
sjer ýmsan fjelagsskap og farið að hugsa um sín sjer-
stöku málefni og fylgja þeim fram til úrlausnar. Og
það væri ekki rjett að segja, að lítið hafi orðið ágengt,
þegar þess er gætt, að allt fjelagslegt starf kvenna
hjer á landi er svo að segja í byrjun og við marga
erfiðleika að etja.
Nú, síðan konur fengu kosningarrjett og kjörfrelsi
í landsmálum hafa þær, eins og eðlilegt er,, tekið þeim
sjálfsagða rjetti fegins hendi, og tekiö þátt í ýmsum
málum út á við, einnig stjórnmálum. En það verð jeg
að segja. aðmjer finst ýms önnur þjóðfjelagsmál hugð-
næmari, og standa konum nær,. en hin pólitíska orra-
hríð karlmannanna. Samt skal jeg ekki lasta það, að
/