Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 43
lilín
41
jafnan hita (+ 2—6° G.). Hitamælir kostar 1 krónu,
hver skemdur kartöflupoki er fleiri króna virði. —
Geymið ekki kartöflur í pokum,. tunnur og kassar eru
betri. Best er að breiða kartöflurnar á gnnd eða á
þurt gólf. — Þar sem músagangur er, þarf að húða
jarðhúsin með steinsteypu.
Næpur má einnig geyma til vetrarins, en ekki á of
þurrum stað.
Hvítká1 þarí' mjög góða geymslu. Kálhausunum á
að hvolfa, svo rótarstöngullinn snúi upp og taka
skemdu blöðin utan af við og við.
Gulrætur, rauðrófw og púrrulcuukar geymast best
í þurrum sandi.
7. Það grænmeti geymist best, sem tekið er inn til
geymslu í þurru veðri. — Að geyma frosinn og skemd-
an garðamat er þýðingarlítið. —
Keykjanesi í Isafjarðarsýslu 18. júní 1935.
Emst Fresenius, garðyrkjumaður.
Pari í garða.
Það er alkunnugt, að margir íslenskir bændur hafa
notað þang og þara til áburðar.
Efnagreining Búnaðarfjelagsins i'rá árinu 1929 gef-
ur upp þessar tölur:
Kali. Fosforsýra. Kalk Köfnunarefni.
Hálfrotnaður þari 0,429 0,152 2,38 0,186
Mikið rotn. þari 0,763 0,224 8,27 0,239
Jeg gerði í vor tilraun með safnhaug, sem jeg bland-
aði sumarið 1934 úr blönduðum sjávargróðri (vel
rotnuðum), mold og kúamykju. Ljet jeg stórt kerru-
hlass í gróðurhúsbeð 4X7 metra og plantaði tómat-
plöntum í beðið, án þess að nota útlendan áburð. Tó-