Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 37
Hlin
35
jafnan að hafa þetta bak við eyrað og temja þeim þeg-
ar frá byrjun hagsýni, nýtni, sparnað og iðni.
Annar mikilvægur þáttur í uppeldi stúlkna er kensla
í matreiðslu, hirðing og umgengni húsa, sem nauðsyn
er að efla mjög frá því sem er, og taka upp kenslu í
þessum greinum í öllum barnaskólum í kaupstöðum
og kauptúnum og heimavistarskólum í sveitum.
Auk þess sem áhersla er lögð á hagnýtan tilgang
með handavinnu stúlkna, ber kenslunni að miða að
almennum andlegum þroska þeirra, efla með því sjálf-
stæði í hugsun og framkvæmd og auka fegurðartil-
finningþeirraogsmekkvísi. En til þess að þessu marki
verði náð, er nauðsynlegt að haga kenslunni, vali efn-
is, aðferða og verkefna, í sem fyistu samræmi við
andlegan þroska hvers nemanda á hverju stigi náms-
ins.
Til þess að handavinnukensla í skólum vorum kom-
ist í gott horf, er nauðsynlegt að við skóla sje sú
kensla aðallega í höndum og undir umsjá kennara,
sem hlotið hafa góða sjermentun í þessum greinum.
Til þess að fullnægja .námsþörf þeirra kennaraefna,
er ætla að gera kenslu í handavinnu að sjergrein sinni,
er því nauðsynlegt að stofnuð verðf í sambandi við
Kennaraskólann sjerstök deild, er veiti þessa sjer-
mentun.* Við sjernámið verður að sjálfsögðu að leggja
megináherslu á verklega námið og teikningu, sem er
nauðsynleg hjálpargrein alls verklegs náms.
* Æskilegt væri líka að þar fengist árleg framhaldsfræðsla 1
hagnýtri skólahandavinnu fyrir starfandi kennara, konur og
karla. Ritstj.
3