Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 80
speki í þeim. Móðir mín var stórhöfðingi í lund, ljet
aldrei neinn eiga hjá sjer, yfirborgaði alt sem gert
var fyrir hana eða henni gefið. Hún hafði yndi af að
gefa og gleðja aðra og var eins og liún hefði æfinlega
eitthvað til að gefa. Jeg man, hve okkur systrum þótti
oft fyrir því, þegar hún gaf eitthvað, sem okkur þótti
vænt um, þá var það vanalega viðkvæðið hjá henni:
»Til hvers er að gefa það, sem þið viljið ekki eiga
sjálfar, og til hvers er að gefa það, sem ekkert er út
í varið«, þetta var hennar lyndiseinkunn. Hún hafði
það til siðs að gefa stúlkum sínum æfinlega eitthvað,
er hún kom úr kaupstað á sumrin, eitthvað sem kom
þeim vel og gat glatt þær. Heyrði jeg oft talað um
það, að þær væru 'ekki margar konurnar, sem það
gerðu, og ekki einu sinni prestskonurnar. Á sumardag-
inn fyrsta gladdi hún einnig fólkið með gjöfum. Hún
var vön að vakna fyrir allar aldir á morgnana og fór
þá að kenna okkur börnunum, sat þá og prjónaði il-
leppa, fingravetlinga og belgvetlinga, stúkur með
oddaprjóni og litarbandi margskonar, illeppana með
rósum, bæöi garðaprjón og sljett prjón, fóðraði svo
og slingdi. Hún sneið alt sjálf og varð alt svo drjúgt
í höndunum á henni. Allar afklippur notaði hún, jók
saman og sljetti, bjó til úr því illeppa, saumaði með
krosssaum rós í miðjuna, eða skatteraði og leit þetta
svo vel út þá búið var að setja þá upþ, að það varð
falleg gjöf og gagnleg um leið. Hún notaði alla skap-
aða hluti og bjó til úr litlu. Ef hún sá eitthvað fara
til ónýtis, sem henni fanst mega nota, var hún vön
að segja: »Því áttir þú svo fátt að þú hirtir aldrei
smátt«. Hún saumaði rósir í brjósthlífar og kven-
mannsbrjóst, gaf þetta á báða bóga, allir vildu eiga
eitthvað eftir hana. Jeg kunni ekki að meta þetta á
yngri árum mínum öðruvísi en að þykja það fallegt.
Það var svo daglegt brauð að sjá þetta, en fyrir löngu