Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 96
94
tiiln
Magnús Stefánsson, alinn upp í Skagafirði. Fræddu
þeir fólkið um margt á leiðinni, sjerstaklega um
Skagafjörð, sem er svo ríkur af sögustöðum. — Fyrsti
viðkomustaðurinn var Akureyri, var ákveðið að dvelja
þar hálftíma. Fór nú ferðafólkið eins og fjaðrafok í
allar áttir, ekki ósvipað og fiðrið úr sænginni tröll-
konunnar forðum, sem maðurinn átti að safna saman
sjer til lífs. Eftir hálftíma söfnuðust allir á bílana og
vantaði engann, enda engin tröllskessa til þess að
geyma eina fjöðrina í nefi sínu.
Næsti áfanginn var ákveðinn þar sem hólarnir hálf-
an dalinn fylla. — Á móts við Hraun í öxnadal var
dvalið góða stund og Stóri-drangur skoðaður í kíki,
sýndist hann ærið hrikalegur. í brekkunni fyrir neðan
Stóra-drang, en nörðan við Hraunsvatn, er sagt að
skáldið okkar elskulega, Jónas Hallgrímsson, hafi oft
setið og ort.
Áður en lagt var af stað frá þessum slóðum söng
fólkið: »Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla«. Þeg-
ar kvæðið var á enda, sagði einhver í hópnum: »Við
gerðum þetta svo vel sem við gátum, Jónas«!
Var síöan farið sem leið liggur að Bakkaseli,
fremsta bæ í öxnadal. Tóku bílstjórar þar bensín, en
íerðafólkið gekk að Lurkasteini. Þar er Sörli sterki
jarðaður, eftir því sem sagan segir. í einum Þórðar-
rímunum er vísan um þaö svona: »Eftir þjettan fleina-
'fund, frá því nett jeg greini, þeir jarðsettu laufalund
Lurka- rjett hjá steini«. — Gott er að sú skálmöld er
liðin, svo að nú ferðast menn um hjeruð í friði.
Safnaðist nú ferðafólkið í bílana og var síðan
lagt upp á öxnadalsheiði, var ferðalagið yfir heiðina
fremur þögult, þó áður kvæðu við söngvar og hlátrar.
Mun það oftast vera þannig á ferð yfir öxnadalsheiði
og jafnvel Norðurárdal, en það birti yfir hugum fólks-
jns, þegar komið var út á Silfrastaðaöxl. »Skein þá við