Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 112
110
Hlín
rjetta þá hugmynd þína, að karlmenn eigi ekki til
djúpar og hreinar tilfinningar. — Það var um það
leyti, sem von var á honum pabba þínum í heiminn,
lambið mitt. Maðurinn minn þurfti endilega að bregða
sjer að lieiman, en meðan hann er í burtu hleypur
þessi ógnar forátta í hana Gljúfurá, sem fellur fyrir
neðan túnið í Hlíð, við bjuggum þar í nokkur ár. —
Þegar afi þinn kemur að ánni um kvöldið, er hún
ófær, bæði mönnum og skepnum. — Hann vissi að
þessa nótt var lítil vera að berjast við að komast í
heiminn á kotbænum hans, en svo vissi hann ekki
meir, fyr en daginn eftir, að hann loks komst með
naumindum yfir ána. Alla þá nótt hafði hann gengið
fram og aftur á árbakkanum. —■' Þegar hann kraup
við rúmið mitt og grúfði sig ofan að litla syninum
og kysti mig með tár í augum, þá fanst mjer, að hann
mundi hafa átt miklu erfiðari nótt en jeg. — Heldur
þú nú, barnið mitt, að tárin í augum afa þíns hafi
komið frá drembnu og köldu hjartaV Eða heldurðu
að það sjeu ekki íleiri en hann, sem viðurkenna að
þeir öfundi næstum móðurina af því að næra hvítvoð-
unginn við brjóstið. Og þú mátt trúa því, að það eru
fleiri en maðurinn minn sæli, sem ganga um gólf með
börnin á nóttunni, þegar þau eru veik eða óvær, svo
móðirin geti sofið. En það lá líka við að jeg öfundaði
hann afa þinn, þegar börnin vildu æfinlega læra að
lesa hjá honum, en aldrei hjá mjer«.
Ásdís Arnardóttir hafði talað af nokkrum hita upp
á síðkastið. Nú þagnaði hún. — Sólveig hafði setið
þögul og horft með aðdáun á ömmu sína. Eftir litla
stund ræskir hún sig lítið eitt og brá fyrir glettni í
rómnum: »Segðu mjer, amma mín, varð ykkur afa
aldrei sundurorða. Ekkert er eins leiðinlegt eins og
að hlusta á hjónadeilur«,