Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 62
60
min
ir íslenskar landbúnaðarafurðir á erlendum markaði.
Því miður eru engar horfur á því að úr þessu rætist
í náinni framtíð. Á hinu leitinu eru svo skuklir lands-
manna við útlönd, sem gera það að verkum, að ef
þjóðin á að standa skíl á þeimr þarf hún að geta selt
árlega út úr iandinu vörur mörgum miljönum króna
meira virði en hún flytur inn, en á því virðast nú vera,
eins og sakir standa, ókleifir örðugfeikar.
Svo er fyrir að þakka, að þjóðin á, eftir stærð sinni,
gott og rúmmikið land, sem getur fætt hundruð þús-
unda. Þar á hún því leið út úr ógöngunum. Til þess að
komast áfram á þeirri leið er raunar einfalt ráð: Það
að húsbændur og húsmæður geri sitt ýtrasta til að
minka kaup á erlendum vamingi til daglegra nota, en
auka daglega notkun alls þess, sem afla má heima fyr-
ir. Bændur og húsmæður í sveitum eiga hægast með
þetta. — En með þessu móti hlýtur að verða nokkur
breyting á lifnaðarháttum heimilanna. — Skal nú
fyrst vikið að því, hvað helst af erlendum varningi er
hægt að spara: Eftir því sem næst verður komist urn
innflutning hjer í hjeraði á kaffi, sykri, hveiti og tó-
baki munu kaup á þessum varaingi nema árlega ná-
lægt 300 kr. á hvert heimili í sýslunni. Með nokkuð
breyttum lifnaðarháttum á að mega færa þennan út-
gjaldalið niður í 100 kr. á ári á hvert heimili. Inn-
flutningur á allskonar fatnaði og efni í hann mun
nema um 400 kr. á hvert býlí, og þarf að lækka þann
lið sem allra mest,. segjum að fljótlega mætti lækka
hann um 200 kr. á býli, og að ýmiskonar annar út-
tektarkostnaður yrði lækkaður svo sem næmi 100 kr.
á býli. Hjer er að vísu íarið eftir nokkuð lauslegri
áætlun, en með henni er stungið upp á því, að sveita-
heimilin reyni sem fyrst að spara kaup á erlendum
varningi, er nemi 500 kr. á hvert býli, þótt það verði
ekki nákvæmlega eftir þeim tölum,. sem að framan get-