Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 45
Hlln
43
eng'inn vinur innilokunarstefnunnar, þá verður marg*
ur að dansa með, þó hann dansi nauðugur, meðan
svona er umhorfs í heiminum. Allur heimur vinnur nú
að þvír og þaö all-ósleitilega, að lcomast af með scm
minstan innflutning. — Á því veltur hjá okkur sem
öðrum með innlendu framleiðsluna að minka innfhitn-
ing og veita atvinnu. — Það er alvarlegt áhyggjuefni,
aö verslunarjöfnuður okkar er svo óhagstæður, sem
raun er á orðin, að s. 1. ár skuli vera flutt inn 9%
meira en árið á undan, og að innflutningur er 3.7 milj.
kr. hærri en útflutningurinn. Þannig er ekki hægt að
halda áfram til lengdar, það sjá allir.
íslendingar eru heldur lítið fyrir að láta á móti sjer,
eða að þurfa að spara við sig, lítið gefnir fyrir að nota
innlenda framleiðslu, ef þeir geta fengið annað. Þessi
hugsunarháttur þarf að breytast, og lærum við það
ekici núna í lcreppunni, þá lærum við það aldrei. —
Skólarnir, blöðin, útvarpið, allir aðilar,, sem áhrif hafa
í þjóðfjelaginu, þurfa að reyna að vekja ábyrgðartil-
finningu hjá alþýðu manna fyrir því að kaupa ekki
annað, nú á þessum erfiðu tímum, en það sem er
nauðsynlegt til sómasamlegs lífsviðurhalds. Tímarnir
eru alvarlegir,. það hljóta állir að sjá, sem nokkuð
hugsa. Manngildi hvers einstaklings vex heldur en
minkar við það að taka á sig ábyrgð. JNú þarf hvcr
einasti íslendingnr að hafa það hugfast, að hann, ein-
mitt hann, ber ábyrgð á afkomu okkar unga ríkis. Við
unnum öll landi okkar og þjóð, látum nú sjá að við
viljum eitthvað á okkur leggja fynr sjálfstæði lands-
ins og virðingu.
Hænsnarækt.
Á seinni árum hefir verið flutt ógrynni af eggjum
hingað til lands, bæði al' nýjum eggjum og »preserver-